Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 95

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 95
93 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 markmið aðalnámskrár.“ (2003, bls. 193). Samkvæmt hugmyndum Shulman (1986) þyrfti fagkennarinn reyndar að hafa talsvert meira til brunns að bera, ef vel ætti að vera. Hann þyrfti til dæmis að vita hvað styður eða hugsanlega gæti hrakið meint sannindi eða vísindalega kenningu, hvaða gildi slík vitneskja gæti haft og hvernig hún tengist öðrum kenningum eða sannindum. Hann þyrfti einnig að hafa það góða innsýn í fagið að honum væri fært að skipuleggja nám og kennslu þess með mismunandi nálgunum eftir því hver þroski og aldur nemenda væri. Veikleiki þekkist sannarlega hjá viðmælendum okkar hvað varðar vísindalega þekkingu, sem er strangt til tekið eðlilegt þegar slíkt fag er annars vegar, sbr. fyrri umfjöllun um síbreytileika þekkingar á sviði náttúruvísinda og eðli hennar. Þau segjast lenda í því að geta ekki svarað óviðbúnum spurningum og viðurkenna það fúslega fyrir nemendum. Umræða Ljóst er að allir fimm viðmælendur okkar í þessari rannsókn telja sig knúna til að komast yfir efnið „og reyna að dekka allt það helsta sem þar er“, enda sé orðið samræmt lokapróf í náttúruvísindum. Þetta kemur heim og saman við aðrar rannsóknaniðurstöður, til dæmis þær sem fjalla um afturvirk áhrif (backwash effects) prófa þar sem mikið er í húfi og ná þarf ákveðnum lágmarkseinkunnum (Dysthe, 2004; Phelps, 2005; Resnick og Resnick, 2002; Rúnar Sigþórsson, 2007). Áhrifin ná jafnt til kennara sjálfra sem nemenda og aðstandenda þeirra og þar með kennsluaðferða, markmiða og inntaks námsins. Samkvæmt sjö-ramma-líkaninu (sjá 1. mynd) er gert ráð fyrir að samræmi ríki milli inntaks, námsáætlana, kennslu og námsmats (óskyggðu fletirnir) og þegar best lætur er markvisst stuðlað að jafnvægi milli alls þessa og upphafsástands nemenda og áhugahvatar, námsathafna þeirra og samskipta, námsframvindu og námsárangurs (sbr. skyggðu fletina). Hugsanlega geta afturvirk áhrif prófa raskað slíku jafnvægi, einkum vegna þess hve árangur á samræmdum prófum er mikið kappsmál, enda töluverðir hagsmunir í húfi, jafnt fyrir kennara sem nemendur og aðstandendur þeirra, sbr. áðurnefnda reglugerð um inntöku í framhaldsskóla (nr. 98/2000). Skipulag náms og kennslu Hér er ekki lagður dómur á það hvort hin afturvirku áhrif námsmats séu jákvæð eða neikvæð. Þau geta strangt til tekið verið hvort sem er, eftir því hvernig á málin er litið. En þau hljóta að bera þess merki að áhugi kennara og reyndar einnig nemenda og annarra hagsmunaaðila beinist fremur að þeim markmiðum og inntaksþáttum sem prófað er úr en öðrum. Það á sér eðlilegar skýringar enda bera kennarar hag nemenda fyrir brjósti, sem langflestir hafa það megintakmark að ná góðum árangri samkvæmt hinum samræmda kvarða sem prófin eru. Kennarar kynna sér því vandlega viðmið um uppbyggingu prófanna og einnig uppbyggingu eldri prófa. Þá sjá þeir glöggt hvar áherslurnar liggja. Áhugavert er til dæmis að horfa á prófin í ljósi flokkunarmarkmiða samkvæmt kerfi Benjamin Bloom og félaga, þar sem markmið svonefnds vitsmunasviðs skiptast í sex flokka: þekkingar- og kunnáttumarkmið, skilningsmarkmið, beitingarmarkmið, greiningarmarkmið, matsmarkmið (gagnrýna hugsun) og nýmyndun (skapandi hugsun). Í ljós kemur að prófverkefni sem ná til fyrstu flokkanna eru ríkjandi í samræmdu prófi í náttúrufræði árið 2006 (sjá Námsmatsstofnun 2006, bls. 28). Yfir 80% prófatriða reyna á kunnáttu eða skilning. Hafi kennarar og aðrir áhuga á að leggja rækt við önnur markmið, til dæmis að stuðla að gagnrýninni umræðu um lofthjúp jarðar og hlýnandi loftslag eins og dæmi fannst um í rannsókninni, virðast þeir, samkvæmt niðurstöðum okkar, finna sig knúna til að láta það fremur ráðast af því svigrúmi og tíma sem þeir hafa aflögu eftir að öðrum mikilvægari markmiðum hefur verið fullnægt. Saga telur til dæmis að nemendur læri best með því að framkvæma sjálfir, en lítið svigrúm sé til þess því „Við verðum að komast yfir textann, Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.