Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 97

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 97
95 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 skólans sem stofnunar og þurfi að leggja fram til faglegrar umfjöllunar hugmyndir sínar um námsmarkmið, kennsluaðferðir, viðfangsefni og önnur fagleg úrlausnarefni (bls. 196 -197). Trausti gerði rannsókn á einkennum fagmennsku meðal 285 kennara á Norðurlandi eystra og birti í M.Ed.-ritgerð 2001. Í ljós kom að meirihluti taldist bera einkenni „samvirkrar fagmennsku“, margir féllu undir skilgreiningu „sjálfstæðrar fagmennsku“, en sárafáir töldust „ósjálfstæðir fagmenn“. Þessu virðist öfugt farið með viðmælendur okkar í rannsókninni. Af svörum þeirra og starfsháttum að dæma virðast þau flest flökta á milli „sjálfstæðrar fagmennsku“ og „ósjálfstæðrar fagmennsku“. Þótt úrtakið hér sé lítið má leiða að því líkum að viðhorf og starfshættir kennaranna fimm séu að nokkru marki dæmigerð fyrir íslenska náttúrufræðikennara og ef til vill má segja að eðli fagsins geri þá að meiri einyrkjum en ella: „… maður er svona eyland, þá hefur maður engar hugmyndir annars staðar frá,“ segir Saga á einum stað. Þegar Jakob er spurður um samstarf við annan kennara vegna verklegs náms segir hann: „… ég er í allt öðrum gír en hann svo ég geri þetta bara sjálfur og hef mínar hugmyndir um þetta.“ Á öðrum stað segir hann: „… það vantar svolítið utanumhald um þetta og margir eðlisfræðikennarar eru svolítið týndir í þessu,“ sem bendir til að kennarar í náttúruvísindum nái ekki heldur saman um sín mál. Að lokum Ekki má horfa fram hjá því að grunnskólinn er ætlaður öllum, sem felur það í sér að við verðum að haga námi og kennslu í náttúruvísindum í samræmi við þarfir allra. Þótt viðmælendur okkar séu þokkalega að sér í markmiðum og efnisþáttum fagsins þarf meira til þegar svo djúpt, breitt og síbreytilegt fagsvið er annars vegar og þar að auki ætlað margbreytilegum nemendahópi með misjafnar þarfir. Starf náttúrufræðikennara er ögrandi og krefjandi, en jafnframt gefandi. „Samvirkri fagmennsku“ fylgja skuldbindingar og ábyrgð gagnvart samstarfsfólki og skólakerfinu sem heild, en ekki síður nemendum sjálfum þar sem reynir mjög á samskipti og skilning á því að nám gerist ekki nema með virkri þátttöku og jafnt innri sem ytri áhugahvöt nemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar benda vissulega til þess að spenna fylgi því að reyna að uppfylla bæði þarfir nemenda og kröfur kerfisins um námsárangur, en ljóst er að allir viðmælendur okkar leggja alúð við störf sín á þessu sviði og taka mið af því mikilvæga sjónarmiði sem Strike og Soltis lögðu áherslu á: „Siðferðileg hugsun og ákvarðanataka felast ekki eingöngu í því að fylgja lögum og reglum.“4 Abstract - Summary Five public school teachers’ conceptions about science learning and teaching This research addressed the underlying ideas of five Icelandic public school teachers about science learning and teaching. Professional ideas were solicited through individual interviews with five purposively selected teachers and their classroom practices were observed once as a precursor to short follow- up interviews. It was hypothesised that teachers experience stress in at least two areas. One source of stress is the demands made by the national curriculum, the other an obligation to meet the needs of diverse groups of students. The revised national curriculum in 1999 introduced detailed goals, aims and objectives and content coverage, along with the res- umption of centralised testing in science in the 10th grade. Three sets of goals were presented in the 1999 curriculum: The nature and role of science, methods and skills of science, and science content, which itself was split into physical, earth and life sciences. The research reported here and that being carried out by Rúnar Sigþórsson (2007) indicates that the demands made in the 1999 curriculum for extensive content coverage and new types of knowledge and skills put 4 Ethical thinking and decision making are not just following the rules. (Strike og Soltis 1985/2004, bls. 1) Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.