Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 106

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 106
104 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 barna fyrir AMO (Conners, 1997). Heildartala Conners: Samantekt (Conners’ Global Index: Total) samanstendur af tíu almennum atriðum sem höfðu hæstar hleðslur í þáttagreiningu upphaflegra atferlislista Conners. Þessi kvarði greinir best af kvörðum listans áhrif íhlutunar á hegðun barna. Við þáttagreiningu tíu atriða kvarðans komu fram tveir þættir, Eirðarleysi- hvatvísi og Tilfinningalegur óstöðugleiki, sem mynda tvo undirkvarða í Heildartölu Conners. Þáttalíkanið var stutt af niðurstöðum úr staðfestandi þáttagreiningu og reyndist mikil fylgni milli þáttanna (Parker, Sitarenios og Conners, 1996). DSM-IV kvarðarnir (DSM-IV Symptoms Subscales) samanstanda af greiningarviðmiðum DSM-IV fyrir athyglisbrest og athyglisbrest með ofvirkni (1. tafla). Hægt er að vinna úr DSM-IV kvörðunum á tvennan hátt. Annars vegar er hægt að telja saman einkenni og athuga hvort viðmið í DSM-IV um fjölda einkenna eru uppfyllt og hins vegar er hægt að bera stigafjölda saman við norm (Conners, 1997). Staðfestandi þáttagreining var gerð á atriðum DSM-IV kvarðanna til að athuga hvort atriðin röðuðust á tvo þætti líkt og gert er ráð fyrir í DSM- IV greiningarkerfinu (American Psychiatric Association, 1994). Tveggja þátta líkanið féll mjög vel að gögnunum fyrir kennaralistann (Conners, 1997). Kennaralisti Conners er gefinn út í langri og stuttri útgáfu (Conners, 1997). Lýsingin hér að framan á við listann í langri útgáfu. Stutt útgáfa kennaralistans samanstendur af þremur raunvísum kvörðum (1. tafla): Mótþrói (Oppositional), (2) Hugrænn vandi/Athyglisbrestur (Cognitive Problems/ Inattention), (3) Ofvirkni (Hyperactivity). Að auki er einn klínískur kvarði, Heildartala AMO (ADHD Index)). Í einum þessara kvarða, Ofvirkni, er sami fjöldi atriða í langri og stuttri útgáfu kennaralistans (sjö atriði). Aftur á móti eru færri atriði í raunvísu kvörðunum Hugrænn vandi/Athyglisbrestur (fimm af átta atriðum) og Mótþrói (fimm af sex atriðum) í stuttri útgáfu kennaralistans. Stutt útgáfa kennaralistans er einkum notuð við skimun hegðunarfrávika og við mat á áhrifum meðferðar á hegðun barna (Conners, 1997). Áreiðanleikastuðlar (alfastuðlar) raunvísra og klínískra kvarða í kennaralista Conners, í langri og stuttri útgáfu, eru í flestum tilvikum viðunandi eða góðir í Bandaríkjunum. Með nokkrum undantekningum eru alfastuðlarnir hærri en 0,70 og flestir hærri en 0,80. Endur- prófunaráreiðanleiki flestra raunvísra og klínískra kvarða kennaralistans, í langri og stuttri útgáfu, er hærri en 0,70 (Conners, 1997). Almennt virðist því áreiðanleiki einstakra kvarða kennaralistans í Bandaríkjunum viðunandi. Almennt styður leitandi og staðfestandi þáttagreining þáttabyggingu kennaralista Conners í Bandaríkjunum. Í Conners (1997) kemur fram að samleitniréttmæti (convergent validity) listans byggist á athugunum á fylgni milli sambærilegra raunvísra kvarða í foreldra- og kennaralistum Conners í langri útgáfu. Fylgni milli kvarðanna var á bilinu 0,12 til 0,47 hjá drengjum og 0,21 til 0,55 hjá stúlkum í Bandaríkjunum. Fylgni milli sambærilegra klínískra kvarða í foreldra- og kennaralistum var almennt hærri þar í landi. Á DSM-IV kvörðunum og Heildartölu Conners voru fylgnistuðlar frá 0,28 til 0,50 hjá drengjum og 0,16 til 0,47 hjá stúlkum. Fylgnin milli Heildartölu AMO í foreldra- og kennaralistum var 0,49 bæði hjá drengjum og stúlkum. Fylgni kvarða í stuttri útgáfu foreldra- og kennaralistanna er svipuð fylgni kvarðanna í langri útgáfu listanna. Aftur á móti er fylgni milli kvarða í kennaralista Conners og unglingalista Conners-Wells í flestum tilvikum lítil og ómarktæk. Eldri útgáfur kennaralista Conners hafa verið þýddar á ýmis tungumál og próffræðilegir eiginleikar þýðinganna athugaðir. Í flestum tilvikum hafa próffræðilegir eiginleikar í Bandaríkjunum haldist nokkuð vel í þýddum útgáfum (sjá t.d. Al-Awad og Sonuga-Barke, 2002; Farre-Riba og Narbona, 1997; Luk, Leung og Lee, 1988; Luk og Leung, 1989). Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem skýrt er frá í þessari grein er athugun á áreiðanleika Kennaralisti Conners
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.