Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 106
104
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
barna fyrir AMO (Conners, 1997). Heildartala
Conners: Samantekt (Conners’ Global Index:
Total) samanstendur af tíu almennum atriðum
sem höfðu hæstar hleðslur í þáttagreiningu
upphaflegra atferlislista Conners. Þessi kvarði
greinir best af kvörðum listans áhrif íhlutunar
á hegðun barna. Við þáttagreiningu tíu atriða
kvarðans komu fram tveir þættir, Eirðarleysi-
hvatvísi og Tilfinningalegur óstöðugleiki,
sem mynda tvo undirkvarða í Heildartölu
Conners. Þáttalíkanið var stutt af niðurstöðum
úr staðfestandi þáttagreiningu og reyndist
mikil fylgni milli þáttanna (Parker, Sitarenios
og Conners, 1996). DSM-IV kvarðarnir
(DSM-IV Symptoms Subscales) samanstanda
af greiningarviðmiðum DSM-IV fyrir
athyglisbrest og athyglisbrest með ofvirkni (1.
tafla). Hægt er að vinna úr DSM-IV kvörðunum
á tvennan hátt. Annars vegar er hægt að telja
saman einkenni og athuga hvort viðmið í
DSM-IV um fjölda einkenna eru uppfyllt
og hins vegar er hægt að bera stigafjölda
saman við norm (Conners, 1997). Staðfestandi
þáttagreining var gerð á atriðum DSM-IV
kvarðanna til að athuga hvort atriðin röðuðust
á tvo þætti líkt og gert er ráð fyrir í DSM-
IV greiningarkerfinu (American Psychiatric
Association, 1994). Tveggja þátta líkanið féll
mjög vel að gögnunum fyrir kennaralistann
(Conners, 1997).
Kennaralisti Conners er gefinn út í langri
og stuttri útgáfu (Conners, 1997). Lýsingin
hér að framan á við listann í langri útgáfu.
Stutt útgáfa kennaralistans samanstendur
af þremur raunvísum kvörðum (1. tafla):
Mótþrói (Oppositional), (2) Hugrænn
vandi/Athyglisbrestur (Cognitive Problems/
Inattention), (3) Ofvirkni (Hyperactivity).
Að auki er einn klínískur kvarði, Heildartala
AMO (ADHD Index)). Í einum þessara kvarða,
Ofvirkni, er sami fjöldi atriða í langri og stuttri
útgáfu kennaralistans (sjö atriði). Aftur á móti
eru færri atriði í raunvísu kvörðunum Hugrænn
vandi/Athyglisbrestur (fimm af átta atriðum) og
Mótþrói (fimm af sex atriðum) í stuttri útgáfu
kennaralistans. Stutt útgáfa kennaralistans er
einkum notuð við skimun hegðunarfrávika og
við mat á áhrifum meðferðar á hegðun barna
(Conners, 1997).
Áreiðanleikastuðlar (alfastuðlar) raunvísra
og klínískra kvarða í kennaralista Conners, í
langri og stuttri útgáfu, eru í flestum tilvikum
viðunandi eða góðir í Bandaríkjunum. Með
nokkrum undantekningum eru alfastuðlarnir
hærri en 0,70 og flestir hærri en 0,80. Endur-
prófunaráreiðanleiki flestra raunvísra og
klínískra kvarða kennaralistans, í langri og
stuttri útgáfu, er hærri en 0,70 (Conners, 1997).
Almennt virðist því áreiðanleiki einstakra
kvarða kennaralistans í Bandaríkjunum
viðunandi.
Almennt styður leitandi og staðfestandi
þáttagreining þáttabyggingu kennaralista
Conners í Bandaríkjunum. Í Conners (1997)
kemur fram að samleitniréttmæti (convergent
validity) listans byggist á athugunum á
fylgni milli sambærilegra raunvísra kvarða í
foreldra- og kennaralistum Conners í langri
útgáfu. Fylgni milli kvarðanna var á bilinu
0,12 til 0,47 hjá drengjum og 0,21 til 0,55
hjá stúlkum í Bandaríkjunum. Fylgni milli
sambærilegra klínískra kvarða í foreldra-
og kennaralistum var almennt hærri þar í
landi. Á DSM-IV kvörðunum og Heildartölu
Conners voru fylgnistuðlar frá 0,28 til 0,50
hjá drengjum og 0,16 til 0,47 hjá stúlkum.
Fylgnin milli Heildartölu AMO í foreldra- og
kennaralistum var 0,49 bæði hjá drengjum
og stúlkum. Fylgni kvarða í stuttri útgáfu
foreldra- og kennaralistanna er svipuð fylgni
kvarðanna í langri útgáfu listanna. Aftur á móti
er fylgni milli kvarða í kennaralista Conners og
unglingalista Conners-Wells í flestum tilvikum
lítil og ómarktæk.
Eldri útgáfur kennaralista Conners hafa verið
þýddar á ýmis tungumál og próffræðilegir
eiginleikar þýðinganna athugaðir. Í flestum
tilvikum hafa próffræðilegir eiginleikar í
Bandaríkjunum haldist nokkuð vel í þýddum
útgáfum (sjá t.d. Al-Awad og Sonuga-Barke,
2002; Farre-Riba og Narbona, 1997; Luk,
Leung og Lee, 1988; Luk og Leung, 1989).
Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem skýrt
er frá í þessari grein er athugun á áreiðanleika
Kennaralisti Conners