Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 107

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 107
105 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Kennaralisti Conners og þáttabyggingu íslenskrar þýðingar og staðfærslu á langri og stuttri útgáfu á kennaralista Conners (Conners’ Teacher Rating Scales-Revised). Fáir atferlislistar hafa verið staðfærðir og staðlaðir hérlendis. Algengast er að erlend norm séu notuð við túlkun þeirra. Slík iðja verður að teljast afar varasöm. Það stafar einkum af verulegri hættu á margvíslegum ályktunarvillum við túlkun niðurstaðna þeirra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um áreiðanleika og réttmæti þýðinganna hér á landi (Einar Guðmundsson, 2005–2006). Það þarf því fleiri atferlislista hérlendis með þekkta próffræðilega eiginleika. Í þessari rannsókn varð kennaralisti Conners fyrir valinu vegna viðunandi próffræðilegra eiginleika í heimalandi auk þess sem stöðluð útgáfa unglingalista Conners og Wells (Conners-Wells’ Adolescent Self-Report Scale) hefur viðunandi próffræðilega eiginleika á höfuðborgarsvæðinu hérlendis (Sigríður D. Benediktsdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir, 2003). Höfundar stöðlunar unglingalistans hafa mælt með klínískri notkun hans hérlendis við mat á athyglisbresti með ofvirkni og skyldum vandkvæðum hjá íslenskum unglingum. Með hliðsjón af eiginleikum unglingalista Conners og Wells hérlendis, skyldleika þessa lista við kennaralista Conners, og próffræðilegum eiginleikum kennaralista Conners í Bandaríkjunum var ákveðið að athuga próffræðilega eiginleika kennaralista Conners hérlendis. Þessir eiginleikar ráða úrslitum um klínískt notagildi hans og hvort skynsamlegt sé að staðla hann hérlendis. Aðferð Þátttakendur Þátttakendur voru kennarar reykvískra grunn- skólabarna í 1., 2. og 3. bekk. Gögnum var safnað í átta grunnskólum í Reykjavík, þar af voru fjórir í Grafarvogi, þrír í Háaleiti og einn í Breiðholti. Rúmlega helmingur nemenda í hverjum bekk lenti í úrtaki vegna fyrirlagna kennaralistans, alls 432 börn. Skriflegt leyfi fékkst frá foreldrum 186 barna og svöruðu kennarar listum fyrir 182 börn. Svarhlutfall í úrtaki kennaralistans var því 42%. Meðalaldur drengja var 7,66 ár (sf=0,95 ár) og stúlkna 7,86 ár (sf=0,86 ár). Nánari upplýsingar um aldurs- og kynjadreifingu í úrtakinu kemur fram í 2. töflu. Upplýsingar vantar um menntun feðra barnanna í úrtakinu. Tæplega 18% mæðra barna í úrtakinu voru með grunnskólapróf eða minni menntun, tæplega 48% með háskólagráðu og rúmlega 34% þeirra með stúdentspróf eða nám á háskólastigi. Samanburður við upplýsingar frá Hagstofu Íslands (2006) bendir til þess að menntun foreldra barna sem kennararnir mátu sé heldur meiri en í þýði. Mælitæki Íslensk þýðing og staðfærsla á kennaralista Conners (Conners’ Teacher Rating Scales- Revised) var lögð fyrir. Kennaralistinn er ætlaður kennurum barna og unglinga á aldr- inum 3 til 17 ára. Hann samanstendur af 59 staðhæfingum og 13 kvörðum (1. tafla). Hvert atriði er metið á kvarðanum 0 til 3. Það tekur að jafnaði 15–20 mínútur að svara listunum. Þýðing. Tvær sjálfstæðar þýðingar voru gerðar af kennaralistanum og þær síðan bornar saman af þriðja aðila. Önnur þýðingin var í höndum kandídatsnema í sálfræði við Háskóla Íslands en hina þýðinguna gerði sálfræðinemi á lokaári í B.A. námi við sama skóla. Enskukunnátta fyrri þýðandans samsvarar kunnáttu sem krafist er við lestur fræðitexta í grunn- og framhaldsnámi í sálfræði. Hinn þýðandinn er hálf-bandarískur og tvítyngdur á 2. tafla. Úrtak barna sem kennarar mátu með kennaralista Conners. Aldur Drengir Stúlkur Alls % 6 ára 28 22 50 27,5 7 ára 26 29 55 30,2 8 ára 22 36 58 31,9 9 ára 11 8 19 10,4 Alls 87 95 182 100,0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.