Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 112
óstöðugleiki (4 atriði). Til samans mynda
atriðin tíu Heildartölu Conners: Samantekt.
Þessi tíu atriði voru þáttagreind sérstaklega
til að athuga þáttabyggingu þeirra í íslenska
úrtakinu (N=182).
Notuð var meginásaþáttagreining með
promax-snúningi (kappa = 4). Bartlettspróf
(Bartlett´s test of sphericity) var marktækt
(p < 0,0001) og Kaiser-Meyer-Olkin-stærð
0,86. Samkvæmt samhliðagreiningu eru
tveir þættir í tíu atriða safninu (4. tafla).
Eins og í Bandaríkjunum lýsa atriði þáttar
I tilfinningalegum óstöðugleika en atriði í
þætti II eirðarleysi og hvatvísi. Þættirnir tveir
skýra 63,7% af heildardreifingu atriðanna tíu.
Samtals eru 24% leifa (residuals) hærri en
0,05. Þáttalíkanið endurspeglar því gögnin
með viðunandi hætti. Mynsturfylki hleðslna
(pattern matrix) tíu atriða á tvo þætti kemur
fram í 4. töflu.
Með einni undantekningu (atriði 35)
eru hleðslur atriða afgerandi á einn þátt en
hverfandi á þann þátt sem þau tilheyra ekki.
Inntak þáttanna er eins og í Bandaríkjunum
að öðru leyti en því að atriði 8 (Uppstökk(ur),
hvatvís) hleður á annan þátt í íslenska úrtakinu.
Atriði 25 (Grætur oft og af litlu tilefni) hefur
lágar og ómarkverðar hleðslur á báða þættina.
Með einni undantekningu (atriði 8) skýra
þættirnir tveir á bilinu 55% til tæplega 80%
af heildardreifingu atriðanna. Þættirnir tveir
skýra aðeins um 8% af dreifingu atriðis 8.
Fylgni milli þáttanna tveggja er 0,61.
DSM-IV kvarðar. Kvarðinn DSM-IV:
Samantekt samanstendur af 18 atriðum
sem flokkast í tvo undirkvarða, DSM-IV:
Athyglisbrestur (9 atriði) og DSM-IV:
Ofvirkni-hvatvísi (9 atriði). Þessi 18 atriði
voru þáttagreind og athugað hvort þau flokk-
uðust á tvo þætti með sama inntaki og í Banda-
ríkjunum.
Notuð var meginásaþáttagreining með
promax-snúningi (kappa = 2). Bartlettspróf
(Bartlett´s test of sphericity) var marktækt
(p < 0,0001) og Kaiser-Meyer-Olkin-stærð
0,94. Samkvæmt samhliðagreiningu eru tveir
þættir í 18 atriða safninu (5. tafla). Með einni
undantekningu (atriði 44) er inntak þáttanna
eins og í Bandaríkjunum. Atriði þáttar I lýsa
athyglisbresti en atriði þáttar II lýsa ofvirkni
og hvatvísi.
Þættirnir tveir skýra 62,1% af heildar-
dreifingu atriðanna 18. Samtals eru 20%
leifa (residuals) hærri en 0,05. Nákvæmni
þáttalíkansins er því viðunandi þegar spáð
er um raunverulega fylgni milli atriða út
frá þáttunum tveimur. Mynsturfylki hleðslna
(pattern matrix) 18 atriða á tvo þætti kemur
fram í 5. töflu.
Með tveimur undantekningum (atriði 44 og
11) eru hleðslur atriða afgerandi á einn þátt en
hverfandi á þann þátt sem þau tilheyra ekki.
Inntak þáttanna er eins og í Bandaríkjunum
að öðru leyti en því að atriði 44 (Fiktar mikið
með höndum og fótum eða iðar í sæti) hleður
á annan þátt í íslenska úrtakinu. Þetta atriði
hleður markvert á báða þættina eins og atriði
11. Þættirnir tveir skýra á bilinu 35% til 84%
af heildardreifingu atriðanna 18. Fylgni milli
þáttanna tveggja er 0,44.
Heildartala AMO. Heildartala AMO
(ADHD Index) er sett saman úr 12 atriðum í
kennaralistanum sem greina best milli barna
með og án AMO. Eðlilegt er að líta á þennan
kvarða sem skimunartæki og meta eiginleika
hans í samræmi við það. Þar skiptir mestu
nákvæmni kvarðans til að finna ofvirk börn
með athyglisbrest. Slík gögn eru ekki í úrtaki
rannsóknarinnar. Aftur á móti er hægt að skoða
þáttabyggingu kvarðans og einsleitni atriða
sem mynda hann. Þess vegna var ákveðið
að þáttagreina þau 12 atriði sem mynda
kvarðann.
Samkvæmt samhliðagreiningu mynda atriðin
12 aðeins einn þátt. Þegar spáð er um fylgni
milli atriðanna út frá einum þætti eru 60% leifa
hærri en 0,05. Einn þáttur lýsir því þessum
gögnum fremur illa og á óviðunandi hátt.
Þegar tveir þættir eru dregnir fæst viðunandi
nákvæmni milli spáfylgni og raunverulegrar
fylgni atriða. Þegar spáð er um raunverulega
fylgni út frá tveggja þátta líkani eru 12% leifa
hærri en 0,05 sem er viðunandi nákvæmni.
Aftur á móti er fylgni milli þáttanna tveggja
110
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Kennaralisti Conners