Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 112

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 112
óstöðugleiki (4 atriði). Til samans mynda atriðin tíu Heildartölu Conners: Samantekt. Þessi tíu atriði voru þáttagreind sérstaklega til að athuga þáttabyggingu þeirra í íslenska úrtakinu (N=182). Notuð var meginásaþáttagreining með promax-snúningi (kappa = 4). Bartlettspróf (Bartlett´s test of sphericity) var marktækt (p < 0,0001) og Kaiser-Meyer-Olkin-stærð 0,86. Samkvæmt samhliðagreiningu eru tveir þættir í tíu atriða safninu (4. tafla). Eins og í Bandaríkjunum lýsa atriði þáttar I tilfinningalegum óstöðugleika en atriði í þætti II eirðarleysi og hvatvísi. Þættirnir tveir skýra 63,7% af heildardreifingu atriðanna tíu. Samtals eru 24% leifa (residuals) hærri en 0,05. Þáttalíkanið endurspeglar því gögnin með viðunandi hætti. Mynsturfylki hleðslna (pattern matrix) tíu atriða á tvo þætti kemur fram í 4. töflu. Með einni undantekningu (atriði 35) eru hleðslur atriða afgerandi á einn þátt en hverfandi á þann þátt sem þau tilheyra ekki. Inntak þáttanna er eins og í Bandaríkjunum að öðru leyti en því að atriði 8 (Uppstökk(ur), hvatvís) hleður á annan þátt í íslenska úrtakinu. Atriði 25 (Grætur oft og af litlu tilefni) hefur lágar og ómarkverðar hleðslur á báða þættina. Með einni undantekningu (atriði 8) skýra þættirnir tveir á bilinu 55% til tæplega 80% af heildardreifingu atriðanna. Þættirnir tveir skýra aðeins um 8% af dreifingu atriðis 8. Fylgni milli þáttanna tveggja er 0,61. DSM-IV kvarðar. Kvarðinn DSM-IV: Samantekt samanstendur af 18 atriðum sem flokkast í tvo undirkvarða, DSM-IV: Athyglisbrestur (9 atriði) og DSM-IV: Ofvirkni-hvatvísi (9 atriði). Þessi 18 atriði voru þáttagreind og athugað hvort þau flokk- uðust á tvo þætti með sama inntaki og í Banda- ríkjunum. Notuð var meginásaþáttagreining með promax-snúningi (kappa = 2). Bartlettspróf (Bartlett´s test of sphericity) var marktækt (p < 0,0001) og Kaiser-Meyer-Olkin-stærð 0,94. Samkvæmt samhliðagreiningu eru tveir þættir í 18 atriða safninu (5. tafla). Með einni undantekningu (atriði 44) er inntak þáttanna eins og í Bandaríkjunum. Atriði þáttar I lýsa athyglisbresti en atriði þáttar II lýsa ofvirkni og hvatvísi. Þættirnir tveir skýra 62,1% af heildar- dreifingu atriðanna 18. Samtals eru 20% leifa (residuals) hærri en 0,05. Nákvæmni þáttalíkansins er því viðunandi þegar spáð er um raunverulega fylgni milli atriða út frá þáttunum tveimur. Mynsturfylki hleðslna (pattern matrix) 18 atriða á tvo þætti kemur fram í 5. töflu. Með tveimur undantekningum (atriði 44 og 11) eru hleðslur atriða afgerandi á einn þátt en hverfandi á þann þátt sem þau tilheyra ekki. Inntak þáttanna er eins og í Bandaríkjunum að öðru leyti en því að atriði 44 (Fiktar mikið með höndum og fótum eða iðar í sæti) hleður á annan þátt í íslenska úrtakinu. Þetta atriði hleður markvert á báða þættina eins og atriði 11. Þættirnir tveir skýra á bilinu 35% til 84% af heildardreifingu atriðanna 18. Fylgni milli þáttanna tveggja er 0,44. Heildartala AMO. Heildartala AMO (ADHD Index) er sett saman úr 12 atriðum í kennaralistanum sem greina best milli barna með og án AMO. Eðlilegt er að líta á þennan kvarða sem skimunartæki og meta eiginleika hans í samræmi við það. Þar skiptir mestu nákvæmni kvarðans til að finna ofvirk börn með athyglisbrest. Slík gögn eru ekki í úrtaki rannsóknarinnar. Aftur á móti er hægt að skoða þáttabyggingu kvarðans og einsleitni atriða sem mynda hann. Þess vegna var ákveðið að þáttagreina þau 12 atriði sem mynda kvarðann. Samkvæmt samhliðagreiningu mynda atriðin 12 aðeins einn þátt. Þegar spáð er um fylgni milli atriðanna út frá einum þætti eru 60% leifa hærri en 0,05. Einn þáttur lýsir því þessum gögnum fremur illa og á óviðunandi hátt. Þegar tveir þættir eru dregnir fæst viðunandi nákvæmni milli spáfylgni og raunverulegrar fylgni atriða. Þegar spáð er um raunverulega fylgni út frá tveggja þátta líkani eru 12% leifa hærri en 0,05 sem er viðunandi nákvæmni. Aftur á móti er fylgni milli þáttanna tveggja 110 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Kennaralisti Conners
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.