Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 114
112
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Notuð var meginásaþáttagreining með
promax-snúningi (kappa = 4). Bartlettspróf
(Bartlett´s test of sphericity) var marktækt
(p < 0,0001) og Kaiser-Meyer-Olkin-stærð
0,90. Samkvæmt samhliðagreiningu eru tveir
þættir í atriðasafninu (17 atriði). Þáttur I
inniheldur öll atriði sem tilheyra tveimur
þáttum í Bandaríkjunum en inntak þáttar II er
eins á Íslandi og í Bandaríkjunum (6. tafla).
Þættirnir tveir skýra 59,5% af heildardreifingu
atriðanna 17. Samtals eru 34% leifa (residuals)
hærri en 0,05. Nákvæmni þáttalíkansins er
því þokkaleg. Mynsturfylki hleðslna (pattern
matrix) 17 atriða á tvo þætti er skýrt. Öll
atriðin hlaða afgerandi á þann þátt sem þau
tilheyra en hverfandi á hinn þáttinn. Með einni
undantekningu (atriði 10) er þáttaskýring allra
atriða yfir 50%. Fylgni milli þáttanna er 0,44.
Áreiðanleiki kvarða
Alfastuðlar voru reiknaðir til að meta innri
samkvæmni raunvísra og klínískra kvarða
kennaralistans fyrir drengi og stúlkur. Í 7.
töflu kemur fram að alfastuðlar kvarða í langri
útgáfu kennaralista Conners í íslenska úrtakinu
eru á bilinu 0,77 til 0,95 fyrir drengi og á
6. tafla. Meginásaþáttagreining (principal axes factor analysis) með promax-snúningi (kappa=4) á
17 staðhæfingum sem tilheyra stuttri útgáfu á kennaralista Conners (N=182).
Þættir á Íslandi
Atriði / Heiti þátta í BNAa I II Þáttaskýringb
A. Mótþrói (Oppositional)
6 Ögrar 0,88 -0,15 0,683
2 Óhlýðin(n) 0,83 -0,12 0,619
15 Rífst 0,81 -0,18 0,556
20 Skapofsaköst 0,78 -0,12 0,547
10 Langrækin(n) 0,40 0,02 0,165
B. Ofvirkni (Hyperactivity)
27 Hvatvís. 0,85 -0,11 0,659
21 Hleypur 0,79 0,01 0,627
11 Fer úr sæti 0,67 0,17 0,589
7 Á iði 0,66 0,23 0,632
17 Erfitt með að bíða 0,63 0,18 0,538
3 Eirðarlaus 0,61 0,28 0,596
24 Hljóð(ur) 0,61 0,20 0,511
C. Hugrænn vandi / Athyglisbrestur (Cognitive Problems / Inattention)
22 Slakur reikningur -0,25 0,93 0,724
13 Slakur lestur -0,01 0,89 0,779
8 Slök stafsetning -0,10 0,85 0,652
4 Gleymir 0,11 0,77 0,683
18 Lítill námsáhugi 0,24 0,60 0,549
Aths. Lýsing á atriðum í fyrsta dálki er stytting á orðalagi hvers atriðis í kennaralistanum; aTölusetning atriða vísar til
tölusetningar í styttri útgáfu á bandarískum kennaralista Conners; bÞáttaskýring (communality) samsvarar summu
margfeldis hliðstæðra hleðslna í mynsturfylki (pattern matrix) og formgerðarfylki (structure matrix).
Kennaralisti Conners