Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 117
115
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Kennaralisti Conners
þessu vali eru fyrst og fremst skökk dreifing
gagnanna og eðli hugsmíðanna sem eru
metnar. Eðlilegt er að gera ráð fyrir einhverri
fylgni milli hugsmíðanna. Með því að nota
aðferð mestu líkinda í leitandi þáttagreiningu
(maximum likelihood factor analysis) eru fleiri
möguleikar til að meta hversu vel tilteknir þættir
endurspegla raunveruleg gögn. Á móti kemur
að þessi aðferð hentar eingöngu þegar dreifing
gagna víkur ekki verulega frá normaldreifingu
eins og í þessari rannsókn. Í þessari rannsókn
er mat á því hversu vel tilteknir þættir spá fyrir
um raunverulega fylgni milli atriða fremur
veikt. Eigi að síður gildir sú almenna regla
að því minna sem frávik fylgnispár er út frá
þáttum um raunverulega fylgni þeim mun
líklegra er að tilteknir þættir séu raunverulegir
og endurspegli gögnin vel. Í þessari rannsókn
er miðað við hlutfall frávika sem eru stærri en
0,05. Mat á þessum frávikum í niðurstöðum
rannsóknarinnar bendir til þess að þau séu
viðunandi. Veikleikinn felst í því að ekki er
byggt á marktektarprófun við mat á fjölda þátta
og ágæti þeirra.
Í þriðja lagi var notuð samhliðagreining við
val á þáttum í stað hefðbundinna viðmiða, eins
og eigingildi hærra en einn eða skriðupróf.
Bent hefur verið á að þessi aðferð sé fræðilega
mun traustari við val á þáttum en hefðbundin
viðmið (Zwick og Velicer, 1986). Aðferðin
ætti því að auka líkur á að þættirnir séu
raunverulegir og komi fram í óháðu og stærra
úrtaki.
Í fjórða lagi er hugsanlegt að einhver skekkja
fylgi því að hver kennari í rannsókninni var
látinn meta fleiri en eitt barn. Ekki voru heldur
upplýsingar um hversu lengi kennararnir höfðu
umgengist börnin sem þeir mátu. Þetta kann að
hafa einhver áhrif á niðurstöðurnar.
Í fimmta og síðasta lagi voru börnin í
rannsókninni á aldrinum sex til níu ára.
Samanburður við niðurstöður í bandaríska
stöðlunarúrtakinu er við börn á þrengra
aldursbili, eða sex til átta ára. Hugsanlegt
er að áreiðanleikastuðlar í íslenska úrtakinu
séu ofmat vegna aldursáhrifa. Mikilvægt er
að þetta sé athugað nánar hérlendis í þrengri
aldurshópi en í þessari rannsókn.
Abstract - Summary
Factor structure and reliability of an Icelandic
translation of Conners’ Teacher Rating Scale-
Revised
Behaviour checklists are useful in a multifaceted
assessment of childhood and adolescent
psychopathology and problem behaviour.
The revised Conners´ Rating Scales evaluates
problem behaviour by obtaining reports from
teachers, parents and adolescents. Combined
with other sources of information the Conners´
rating scales are useful in the diagnosis and
treatment of behavioural problems of youths.
Prior to any clinical use of these scales in
a cultural context different from the source
language it is fundamental that appropriate
methods of translation and adaptation are used
and empirical evidence of their validity and
reliability manifested. The main aim of this
study was to investigate the factor structure
and reliability of an Icelandic translation and
adaptation of Conners´ Teacher Rating Scale-
Revised.
Method
Two independent Icelandic translations
were made of the long version of Conners’
Teacher Rating Scale-Revised (CTRS-R:L).
Inconsistencies between the two translations
were settled by a third translator for a final
version of the translated instrument. The
translated instrument was administered to a
sample of 182 teachers of six to nine year
old children. Principal axes factor analyses
were conducted and parallel analysis used to
determine the number of factors.
Results
Five factors emerged in principal axes factor
analysis with promax rotation of 38 items
(empirical scales). The five factors accounted
for 57.8% of the total variance. Four factors
( Cognitive Problems/Inattention, Social
Problems, Anxious-Shy, Perfectionism)
were the same in the Icelandic sample and