Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 123

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 123
121 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Breytingar á uppeldissýn í leikskóla athugana á venjulegum fjölskyldum þar sem eðlileg samskipti áttu sér stað milli foreldra og ungra barna. Aðferðin hefur víða verið notuð með góðum árangri, t.d. í leikskólum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Drugli (1994) telur aðferðina efla samstarfshæfni starfsfólks í leikskólum og Dinsen og Rasmussen (2000) telja marte meo aðferðina hafi skilað foreldrum öflugum uppeldisaðferðum sem meðal annars felast í því að orða hluti og tilfinningar og að gera foreldrum auðveldara að lesa í líkamstjáningu og ná augnsambandi við börn sín. Aarts (2000) leggur áherslu á mikilvægi framangreindra atriða í uppeldislegum samskiptum auk þess að kennarar geri sanngjarnar kröfur til barna og taki ábyrgð á uppeldisaðstæðunum. Baumrind og Lamb (1978) komust að þeirri niðurstöðu að blanda af hlýju, ábyrgð og jákvæðri hvatningu leiddi til þess að börn yrðu sjálfstæðari, öðluðust meiri félagsfærni, næðu betri stjórn á tilfinningaviðbrögðum, þróuðu sterkari sjálfsmynd og yrðu óháðari staðalmyndaðri hegðun kynjanna en börn sem alast upp við valdboð eða afskiptaleysi. Lýsingar Aarts (2000) á gæðum í samskiptum eru í samræmi við niðurstöður Baumrind (1967, 1971 og 1980) um lýðræðislegar uppeldisaðferðir. Í marte meo aðferðinni beitir kennarinn ákveðnum svipbrigðum, hljómfalli í rödd, augnsambandi og orðar bæði sínar eigin tilfinningar og barnsins. Samskiptin hafa ákveðna uppbyggingu og hrynjandi eins og í samtali (dialog). Samskiptunum má líkja við þrískipt ferli; upphaf, miðbik og endi. Í samskiptunum er víxlverkun milli þess að bregðast við, tjá sig um það sem fyrir augu ber og öðlast sameiginlegan skilning á inntakinu. Gæði samskiptanna eru fólgin í þessari víxlverkun og jákvæðum viðbrögðum kennara (Aarts, 2000; Øvreeide og Hafstad, 1998; Sørensen, 1999). Rannsóknir Dinsen og Rasmussen (2000) og Drugli (1994) á marte meo aðferðinni sýndu að hún skerpti skilning og þekkingu starfsfólks á þörfum barna og einnig að myndbandsupptökur af mismunandi námsaðstæðum og samskiptum væru árangursríkasta leiðin til að þróa samskipti og kennsluaðferðir. Niðurstöður Drugli (1994) sýndu að skipta má námsaðstæðum í leikskólanum í þrennt; skipulagðar aðstæður, hálfskipulagðar aðstæður og óskipulagðar aðstæður en flokkarnir ráðast af því að hve miklu leyti stjórn aðstæðnanna er í höndum starfsmanna eða barna. Áðurnefndir flokkar voru notaðir í rannsókninni. Menntun kennara virðist hafa áhrif á uppeldissýn og kennsluaðferðir (sjá t.d. Barnett, 2004; Berk, 1985; Howes, 1997; Kontos, Howes, Shinn, og Galinsky, 1995; Whitebook, 2003). Samkvæmt niðurstöðum Barnett (2004) vinna leikskólakennarar markvissar en leiðbeinendur að eflingu málþroska og sköpun tækifæra til að efla vitsmunaþroska og félagsfærni en leiðbeinendur. Niðurstöður Crosser (2002) gefa til kynna að kennarar sem beita lýðræðislegum uppeldisaðferðum þekki stöðu hvers barns fyrir sig. Í lýðræðislegum uppeldisaðferðum er barnið virkur þátttakandi í námi sínu og tekur ábyrgð á því í samræmi við þroska á hverjum tíma (Baumrind, 1967, 1971). Niðurstöður Barnett (2004) benda hins vegar til þess að leiðbeinendur með litla eða enga uppeldismenntun séu líklegri til að beita valdboðsaðferðum í uppeldi en leikskólakennarar og hafi að jafnaði takmarkaðri skilning á menntunarhlutverki leikskólans. Samkvæmt kenningum Baumrind um mismunandi uppeldisaðferðir foreldra og kennara einkennist valdboðsuppeldi af mikilli stjórnun og áherslu á reglur og hlýðni (Baumrind, 1967, 1971, 1980; Baumrind og Lamb, 1978). Þótt sama uppeldisaðferðin sé oft ríkjandi hjá sama aðila beita bæði foreldrar og kennarar blönduðum aðferðum (Crosser, 2002; Baumrind og Lamb, 1978). Í rannsóknum í leikskólum á Íslandi hefur komið fram að þátttaka starfsfólks í hlutverkaleik barna er lítil og börn eru oft án afskipta eða leiðbeiningar frá starfsfólki (Jóhanna Einarsdóttir, 1999). Niðurstöður Hrannar Pálmadóttur (2004) benda til þess að í íslenskum leikskóla sé litið á samskipti sem einangraðan þátt en ekki hluta af námi sem fram fer í leik og hópstarfi. Í niðurstöðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.