Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 124

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 124
122 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Jóhönnu Einarsdóttur og Hrannar Pálmadóttur eru vísbendingar um að gullaldaruppeldissýn Dahlberg og fl. (1999) sé ríkjandi í leikskólum þar sem frjáls leikur er skilgreindur á forsendum sakleysis og rómantíkur í stað möguleikanna sem hann gefur börnum á námi og þroska þegar kennarar auðga hann með faglegri íhlutun. Í niðurstöðum Jóhönnu Einarsdóttur og Kristínar Karlsdóttur (2005) kemur fram að íslenskir leikskólastjórar leggja áherslu á að leikskólabörn efli samskiptafærni, læri að finna sínar eigin lausnir, efli sköpunargleði sína og styrki sjálfstæði sitt. Niðurstöðurnar gefa hins vegar engar vísbendingar um það hvernig þetta er framkvæmt í leikskólunum. Í Kennaraháskóla Íslands og fleiri kennara- háskólum á Norðurlöndum er nám leik- skólakennara skipulagt út frá því hvaða samskipta- og kennsluaðferðir séu líklegastar til að efla framangreinda þætti hjá börnum. Námið beinist að því að nemar öðlist færni í að skipuleggja kennslu- og námsaðstæður í leikskóla (Þórdís Þórðardóttir, 2001). Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á samhengið á milli uppeldissýnar og samskipta- og kennsluaðferða í leikskóla þar sem leikskólakennarar eru 21% þess starfsfólks sem starfar með börnunum. Aðferð Eigindlegar aðferðir henta vel þegar sjónum er beint að fyrirfram ákveðnum þáttum sem eiga að skapa heildarmynd (Hatch, 2007). Gagnaöflun felst þá meðal annars í hljóðrituð- um viðtölum og myndbandsupptökum og gefur kost á margprófun (e. triangulation) sem eykur trúverðugleika (e. credibility) og áreiðanleika (e. dependability) rannsóknarinnar (Flick, 2004). Þungamiðja rannsóknarinnar var greining á myndböndum sem voru hluti af þróunarverkefninu sjálfu en einnig voru tekin viðtöl og skráðar athugasemdir á vettvangi. Megindlegar rannsóknaraðferðir eins og spurningakönnun gefa almennar upplýsingar um viðhorf og því var spurningalisti lagður fyrir í upphafi og í lok rannsóknar. Þátttakendur Leikskólinn er í grónu hverfi í Reykjavík. Þar dvöldu 130 börn frá eins árs til sex ára. Leyfi til þátttöku fékkst frá foreldrum allra barnanna að einu undanskildu. Allt starfsfólkið tók þátt í rannsókninni. Barnahópurinn var fjölbreyttur, meðal annars voru fimmtán tvítyngd börn frá tíu þjóðlöndum, eða 12%, en þá var hlutfall á landsvísu 5,4% (Hagstofa Íslands, 2006). Einnig voru nokkur börn með skilgreinda fötlun sem þurftu á sérstökum stuðningi að halda. Með börnunum störfuðu 32 starfsmenn, þar af sjö leikskólakennarar, eða 21% að leikskólastjóranum meðtöldum, en það er talsvert undir landsmeðaltali sem segir fagfólk vera um þriðjung starfsfólks í íslenskum leikskólum (Hagstofa Íslands, 2006). Meðan á rannsókninni stóð var talsverð hreyfing í starfsmannahópnum. Framkvæmd Myndbönd Starfsfólkið tók upp 125 myndbönd af mismunandi námsaðstæðum á deildunum sem voru notuð til þess að greina samskipta- og kennsluaðferðir þess (sjá Drugli, 1994 hér að framan). Myndböndin eru 10-15 mínútur að lengd. Teknar voru upp skipulagðar aðstæður, t.d. í matar- og kaffitímum, hálfskipulagðar aðstæður, t.d. í fataklefa og óskipulagðar aðstæður þar sem börn voru í frjálsum leik. Myndbandsupptökurnar voru greindar af rannsakendum og sjónum beint að því hvernig starfsfólk ýtti undir frumkvæði, staðfesti athafnir, leiddi samskipti og færði upplifanir og reynslu barnanna í orð. Að greiningum loknum ræddu rannsakendur og starfsfólk um 4-5 myndbönd hverju sinni á 30 greiningarfundum. Auk þess var rætt um og skráð hvers vegna tilteknar upptökuaðstæður urðu fyrir valinu hverju sinni og hvers vegna ákveðin börn voru valin í upptökur. Myndböndin voru greind jafnt og þétt og var sjónum beint jafnt að líkamstjáningu og samtölum. Þróunin í samskiptum frá upphafi til loka var greind. Athugað var hvernig stjórnun Breytingar á uppeldissýn í leikskóla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.