Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Qupperneq 124
122
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Jóhönnu Einarsdóttur og Hrannar Pálmadóttur
eru vísbendingar um að gullaldaruppeldissýn
Dahlberg og fl. (1999) sé ríkjandi í leikskólum
þar sem frjáls leikur er skilgreindur á forsendum
sakleysis og rómantíkur í stað möguleikanna
sem hann gefur börnum á námi og þroska þegar
kennarar auðga hann með faglegri íhlutun.
Í niðurstöðum Jóhönnu Einarsdóttur og
Kristínar Karlsdóttur (2005) kemur fram að
íslenskir leikskólastjórar leggja áherslu á að
leikskólabörn efli samskiptafærni, læri að
finna sínar eigin lausnir, efli sköpunargleði
sína og styrki sjálfstæði sitt. Niðurstöðurnar
gefa hins vegar engar vísbendingar um það
hvernig þetta er framkvæmt í leikskólunum.
Í Kennaraháskóla Íslands og fleiri kennara-
háskólum á Norðurlöndum er nám leik-
skólakennara skipulagt út frá því hvaða
samskipta- og kennsluaðferðir séu líklegastar
til að efla framangreinda þætti hjá börnum.
Námið beinist að því að nemar öðlist færni í
að skipuleggja kennslu- og námsaðstæður í
leikskóla (Þórdís Þórðardóttir, 2001).
Markmið þessarar rannsóknar er að varpa
ljósi á samhengið á milli uppeldissýnar og
samskipta- og kennsluaðferða í leikskóla þar
sem leikskólakennarar eru 21% þess starfsfólks
sem starfar með börnunum.
Aðferð
Eigindlegar aðferðir henta vel þegar sjónum
er beint að fyrirfram ákveðnum þáttum sem
eiga að skapa heildarmynd (Hatch, 2007).
Gagnaöflun felst þá meðal annars í hljóðrituð-
um viðtölum og myndbandsupptökum og
gefur kost á margprófun (e. triangulation)
sem eykur trúverðugleika (e. credibility) og
áreiðanleika (e. dependability) rannsóknarinnar
(Flick, 2004). Þungamiðja rannsóknarinnar var
greining á myndböndum sem voru hluti af
þróunarverkefninu sjálfu en einnig voru tekin
viðtöl og skráðar athugasemdir á vettvangi.
Megindlegar rannsóknaraðferðir eins og
spurningakönnun gefa almennar upplýsingar
um viðhorf og því var spurningalisti lagður
fyrir í upphafi og í lok rannsóknar.
Þátttakendur
Leikskólinn er í grónu hverfi í Reykjavík. Þar
dvöldu 130 börn frá eins árs til sex ára. Leyfi
til þátttöku fékkst frá foreldrum allra barnanna
að einu undanskildu. Allt starfsfólkið tók þátt
í rannsókninni.
Barnahópurinn var fjölbreyttur, meðal
annars voru fimmtán tvítyngd börn frá tíu
þjóðlöndum, eða 12%, en þá var hlutfall
á landsvísu 5,4% (Hagstofa Íslands, 2006).
Einnig voru nokkur börn með skilgreinda
fötlun sem þurftu á sérstökum stuðningi að
halda. Með börnunum störfuðu 32 starfsmenn,
þar af sjö leikskólakennarar, eða 21% að
leikskólastjóranum meðtöldum, en það er
talsvert undir landsmeðaltali sem segir fagfólk
vera um þriðjung starfsfólks í íslenskum
leikskólum (Hagstofa Íslands, 2006). Meðan
á rannsókninni stóð var talsverð hreyfing í
starfsmannahópnum.
Framkvæmd
Myndbönd
Starfsfólkið tók upp 125 myndbönd af
mismunandi námsaðstæðum á deildunum sem
voru notuð til þess að greina samskipta- og
kennsluaðferðir þess (sjá Drugli, 1994 hér að
framan). Myndböndin eru 10-15 mínútur að
lengd. Teknar voru upp skipulagðar aðstæður,
t.d. í matar- og kaffitímum, hálfskipulagðar
aðstæður, t.d. í fataklefa og óskipulagðar
aðstæður þar sem börn voru í frjálsum leik.
Myndbandsupptökurnar voru greindar af
rannsakendum og sjónum beint að því hvernig
starfsfólk ýtti undir frumkvæði, staðfesti
athafnir, leiddi samskipti og færði upplifanir
og reynslu barnanna í orð.
Að greiningum loknum ræddu rannsakendur
og starfsfólk um 4-5 myndbönd hverju sinni á
30 greiningarfundum. Auk þess var rætt um og
skráð hvers vegna tilteknar upptökuaðstæður
urðu fyrir valinu hverju sinni og hvers vegna
ákveðin börn voru valin í upptökur.
Myndböndin voru greind jafnt og þétt og
var sjónum beint jafnt að líkamstjáningu og
samtölum. Þróunin í samskiptum frá upphafi til
loka var greind. Athugað var hvernig stjórnun
Breytingar á uppeldissýn í leikskóla