Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Blaðsíða 133
131
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Breytingar á uppeldissýn í leikskóla
sér í samskiptum við börnin og skipulagi
námsumhverfisins. Það birtist meðal annars í
jákvæðari viðbrögðum við frumkvæði barna,
virkari íhlutun í leik þeirra og meiri áherslu á
að færa tilfinningar, athafnir og atburði í orð.
Markmið rannsóknarinnar var að varpa
ljósi á samhengi uppeldissýnar og kennslu-
og samskiptaaðferða. Helstu niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að uppeldissýn og
starfsaðferðir starfsfólksins eru einstak-
lingsbundnar og breyttust meðan á þróun-
arverkefninu stóð. Kennararnir bjuggu yfir
þekkingu sem gerði þeim kleift að nota
verkefnið til að þróa fagmennsku og úrræði
fyrir börn með sértæk vandamál. Leiðbeinendur
þróuðu uppeldissýn frá valdboði sem stafaði af
öryggisleysi til aukins lýðræðis og ábyrgðar í
leikskólastarfinu.
Helstu vankantar rannsóknarinnar eru þeir að
rannsakendur voru jafnframt verkefnisstjórar
þróunarverkefnisins sem gæti hafa haft áhrif
á orðræðuna sem birtist í viðtölunum. Ekki
var allt starfsfólkið jafn áhugasamt um að
taka þátt í verkefninu. Ólík viðhorf þess höfðu
áhrif á ferlið og hvernig það tjáði sig um
verkefnið. Auk þess voru tíð starfsmannaskipti
Þrándur í Götu. Ekki er vitað hvort niðurstöður
endurspegla raddir þess starfsfólks sem hafði
sig lítt í frammi.
Þróunarverkefni eru mikilvægur þáttur í
leikskólastarfi. Til þess að þau gagnist leik-
skólum sem best er líklegt að þau þurfi að
standa yfir í a.m.k. þrjú ár til þess að festa sig
í sessi. Fyrsta árið ætti að nýta í undirbúning,
vinnu með viðhorf, kennslu og þjálfun
starfsfólks. Á öðru ári yrði áhersla á markvissa
innleiðingu verkefnisins og þriðja árið færi í að
þróa verkefnið áfram í ljósi þeirrar reynslu sem
safnast hefði auk mats á verkefninu.
Ef leikskólinn á að geta verið sú mennta-
stofnun sem honum er ætlað samkvæmt lögum
um leikskóla (nr. 78/1994) þarf að efla þar
fagmennsku, sem felst meðal annars í því
að fjölga leikskólakennurum, bæta menntun
leiðbeinenda og stuðla að aukinni símenntun
starfandi leikskólakennara.
Abstract - Summary
”What was forbidden before is now a game“
Changing ideas of preschool teachers and
assistants during the course of a preschool
communication project
This article deals with a research study
conducted on how preschool staff develop
pedagogical ideas during their participation in
a communication-based project named “Can I
rope in?“ The project is grounded on the marte
meo method and carried out in one preschool
in Reykjavík. The aim of the research was
to shed light on the coherence of the staff’s
pedagogical ideas, teaching strategies and
communication skills in a preschool where
only 20% of the staff has been educated as
preschool teachers.
The pedagogical ideas are based on how
preschool teachers and assistants integrate
ideas, values, and theoretical knowledge
with their role as teachers and assistants to
reinforce the children’s social development
and communication skills. This definition
is the work of Dr. Sigrún Adalbjarnardóttir
(1999) and is coherent with contemporary
culture and society. Thus in the beginning
of the 21st century pedagogical ideas are
characterized by democracy and the focus is
on the children as individuals and their ability
to be pro-active in their own learning initiative
and communications.
By teaching strategies, we are referring to
special methods used to teach children in pre-
schools, as well as methods built on the teachers’
abilities to diagnose children’s learning styles
and to create a learning environment that
suits the children’s learning. The teachers’ and
assistants’ communication skills rely on their
abilities to follow up children’s initiative and
verbalize their actions, feelings, experience
and behavior.
The marte meo method is based on the
work of Maria Aarts (2000). It is a democratic
strategy where individual strength is at the
forefront while constructing social skills.