Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 140

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 140
138 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 það búnir að kenna nemendum af erlendum uppruna. Einnig var spurt um menningarlegan breytileika innan bekkjar, jöfn tækifæri nemenda og einstaklingsþarfir þeirra, tungu- mál, tengsl kennara við fjölskyldu nemenda og heimanám. Að auki voru gerðar athuganir í bekk (vettvangsnótur), þar sem aðferðir og viðhorf kennara, atburðir í bekknum og virkni nemenda var skoðuð með tilliti til nemenda af erlendum uppruna. Þrátt fyrir að löndin þrjú sem rannsóknin tekur til séu ólík eru þau öll vestræn lönd á norðurslóðum. Í Kanada hefur lengi ríkt margbreytileg menning og þar búa margar þjóðir sem tala fjölbreytileg tungumál. Þar er Manitoba engin undantekning. Þegar Evrópubúar flykktust til Kanada á átjándu öld bjuggu þegar 56 þjóðir frumbyggja í landinu (Canadian Heritage, 2007) og varð Kanada fyrst þjóða, árið 1971, til að samþykkja opinbera stefnu um fjölmenningu, þar sem forsendan er að allir Kanadamenn tilheyri einu samfélagi (McLeod, 1981). Frá því um 1970 hefur norskt samfélag verið á hraðri leið til fjölmenningar. Þar hafa stjórnvöld markað skýra stefnu í málefnum innflytjenda sem felst m.a. í því að tryggja jafnvægi í hagkerfinu og félagslega þróun (NOU, 2006). Á síðustu árum hefur innflytjendum fjölgað verulega á Íslandi og haustið 2005 var stofnað innflytjendaráð, sem fjallaði um aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Það setti fram tillögur um aðgerðir og forgangsröðun framkvæmda. Stefna íslenskra yfirvalda í málefnum innflytjenda var birt í ársbyrjun 2007 (Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda, 2007). Í löndunum þremur sem rannsóknin tók til er misjafnlega löng reynsla af opinberri stefnu um málefni innflytjenda og því áhugavert að skoða fjölmenningarlega kennslu í þessum löndum og bera saman eftir því sem kostur er. Áður en gerð verður grein fyrir rannsókninni og niðurstöðum hennar verður hér gerð nokkur grein fyrir fjölmenningarlegri stöðu í hverju þessara landa fyrir sig, þ.e. stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda og hvernig stofnanir sem mennta kennara búa nema undir fjölmenn- ingarlega kennslu. Þá verða fræðilegum hug- myndum um nám án aðgreiningar gerð nokkur skil, fjallað um hugmyndir um nám og kennslu í fjölmenningarlegu samhengi og loks um tengsl foreldra og skóla. Kanada Í Kanada búa ríflega 33 milljónir manna. Innflytjendur í Kanada komu áður fyrr flestir frá Evrópu en nú koma þeir fæstir þaðan, heldur hafa þeir á síðustu áratugum flust víða annars staðar að úr heiminum. Fyrsta þriðjung ársins 2005 fékk 75.951 innflytjandi ríkisborgararétt í Kanada, sem er 16% fjölgun frá sama tíma árið áður. Flestir þessara innflytjenda komu frá Kína (11.161), frá Indlandi komu 9.142, þar á eftir fylgja Filippseyingar (5.353), og loks Pakistanar (4.188) (Citizenship and Immigration Canada, 2006). Árið 1971 var fjölmenning kanadísku þjóðarinnar fyrst viðurkennd í reynd þegar Trudeau forsætisráðherra gerði kunna þá stefnu stjórnar sinnar að aðskilnaði þjóðarbrota væri afdráttarlaust hafnað. Þótt íbúar Kanada væru skyldugir til að búa við tvö opinber tungumál (ensku og frönsku) var það sjónarmið stjórnar Trudeau að ekki skyldi ríkja ein ákveðin menning í landinu. Kanada ætti að verða tví- tyngt fjölmenningarríki og öll þjóðarbrot skyldu eiga kost á að leita stuðnings stjórnarinnar vegna menningar sinnar og málefna (McRoberts, 2000). Þá hefur það löngum verið viðurkennt sjónarmið stjórnmálamanna í Kanada að fjölmenning sé dýrmæt og hún auðgi líf þjóðarinnar (Mallea, 1990). Jonathan Young (2006a) segir að viðurkenna þurfi enn betur aðstæður ýmissa þjóðarbrota, sérstaklega þeirra sem augljóslega tilheyra minnihlutahópum, þ.e. þeirra sem ekki eru „hvítir“. Hann heldur því fram að staða frumbyggja sé erfið og sérstaða þeirra ekki enn viðurkennd. Þeir búi við samkomulag eða málamiðlun sem ríkjandi meirihluti gnæfi yfir og hugsjónin um hina fullkomnu fjölmenningu hafi því ekki ræst. Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.