Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 141

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 141
139 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi Þó að hinum tvítyngda ramma hafi verið hafnað í lögum ríkjasambandsins frá árinu 1988 og áhersla verið lögð á fjölmenningu hefur aðeins ensku- og frönskumælandi fólk þann rétt að börn þeirra fái kennslu á eigin tungumáli. Í Kanada ríkir fjölmenning en innan ramma tveggja tungumála (Young, 2006a). Í þeim efnum er litið fram hjá þjóðabrotum sem eru verulega stór hluti Kanadamanna, svo sem Þjóðverjum, Ítölum og Úkraínumönnum (Aoki, Werner, Dahlie og Connors, 1999). Segja má að markmið síðari ára sé að laga líf innflytjenda að ríkjandi aðstæðum. Eftir að fjölmenningarlegri stefnu stjórnvalda var komið á í Kanada kom í ljós að fylkin sem bera ábyrgð á menntamálum brugðust við með mismunandi hætti og á ólíkum tíma. Úrræðin endurspegluðu gjarnan sögu fylkjanna í málefnum innflytjenda. Í nokkrum fylkjum, svo sem Saskatchewan, Manitoba, Ontario og Alberta, voru sett á laggirnar ítarleg þróunarverkefni, en í öðrum fylkjum, t.d. á austurströndinni, var þróunin hægari, m.a. vegna þess að þar voru innflytjendur færri (Young, 1995). Young (2006b) heldur því fram að kanadískir kennarar séu ekki undir það búnir að kenna ólíkum nemendum, og það eigi við um Manitoba jafnt og önnur fylki landsins. Hann segir kennara þurfa að þekkja menningarlegan bakgrunn nemenda sinna en ekki síður að þekkja sig sjálfa, eigin menningu, hugsunarhátt og viðhorf. Þá hafa Orlikow og Young (2000) sýnt fram á að kennaramenntunardeildir háskóla hafi haft lítið fram að færa í baráttunni fyrir jafnræði innan skólakerfisins og í fræðilegri umfjöllun hafi athyglinni ekki verið beint að málefnum sem snúa að fjölmenningu. Auk þess segir Young (2006b) að margar kennaramenntunardeildir við háskóla, t.d. í Manitoba, hafi ekki sérfræðinga sem ráði við að búa kennaranema undir það að kenna nemendum af ólíkum uppruna. Þó megi finna undantekningar, svo sem við Háskólann í Bristish Columbia og Háskólann í Toronto, þar sem námskeið um fjölmenningarlega kennslu hafa verið þættir í námskrá síðustu áratugi. Young telur mikla þörf á sérstökum námskeiðum um fjölmenningu fyrir kennaranema en einnig þurfi að fella kennsluna að almennri námskrá kennaranáms. Noregur Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Noregs fengu 12.655 innflytjendur norskan ríkisborgararétt árið 2005, en 5.050 árið 1991. Hlutfall erlendra ríkisborgara í Noregi af mannfjölda árið 2005 var alls 8,3%. Það ár bjuggu í Noregi 387.000 erlendir ríkisborgarar, en alls voru íbúar landsins þá um 4,7 milljónir (Statistisk sentralbyrå, 2006). Norsk stjórnvöld hafa markað skýra stefnu í málefnum innflytjenda sem felst m.a. í því að tryggja jafnvægi í hagkerfinu og félagslega þróun. Jafnframt er haft í huga að uppfylla alþjóðlegar skyldur, koma til móts við þörf fyrir erlent vinnuafl og að vinna að fræðslu- og menningarmálum (Arbeids- og Inkluderings- departementet, 2006). Yfirvöld hafa lýst því yfir að allir, óháð uppruna eða kyni, skuli hafa sömu möguleika, réttindi og skyldur í samfélaginu til að nýta krafta sína. Til að ná þessu markmiði þurfi að vinna gegn kynþáttahatri og mismunun í landinu (NOU, 2006). Skólakerfið í Noregi hefur tekið miklum breytingum í heild sinni síðasta áratug og hefur almenn kennaramenntun verið lengd úr þremur árum í fjögur. Í nýlegri þingsályktun Stórþingsins um breytingatillögur í menntun kennara er lögð áhersla á að hlutverk kennara sé að sinna hverjum einstökum nemanda svo hann fái að njóta sín í hvívetna. Þar segir að félagsleg hæfni kennara felist í að taka börn alvarlega, eiga tjáskipti við þau og eiga gott samstarf við nemendur, samstarfsfólk og foreldra. Til þess þarf kennarinn að vera þroskaður og opinn einstaklingur sem vill bera ábyrgð og deila þeirri ábyrgð. Þetta gerir kröfur til kennarans um innsæi og þekkingu á uppeldisaðstæðum nemenda, á menningu þeirra og áhrifum menningar á nám og allar aðstæður (St.meld, 2002).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.