Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 144

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 144
142 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 eða fjölbreyttur að gerð. Fjölmenningarleg kennsla byggist gjarnan á samvinnu því kostir samvinnu falla vel að fjölmenningarlegri sýn. Samvinnunám stuðlar að jákvæðum tengslum og samskiptum milli nemenda og það leiðir oft til betri skilnings og viðurkenningar á mismunandi þörfum þeirra. Nám í samvinnu virðist stuðla að auknum félagslegum, sálræn- um og vitsmunalegum þroska nemenda (Johnson, Johnson og Holubec, 1994; Davidman og Davidman, 2001). Tengsl skóla og heimilis Gott samstarf skóla og heimilis getur verið lykill að farsælu skólastarfi. Margar erlendar rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í skólastarfi hefur jákvæð áhrif á nám barna og á skólastarfið í heild. Epstein (1995) heldur því fram að gott samstarf heimilis og skóla leiði til betri tengsla þar á milli, veiti heimilunum stuðning auk þess að styðja við starf kennarans. Slíkt samstarf getur eflt nemendur og haft áhrif á þróun skólastarfs (Ingibjörg Auðunsdóttir, 2007), og það hefur sýnt sig að þátttaka foreldra í námi barna sinna hefur greinileg áhrif á námsárangur til hins betra (sjá t.d. Fullan og Stiegelbauer, 1991; Hoover, Otto og Brissie, 1987). Rannsóknir benda til að foreldrar vilji taka þátt í námi barna sinna en kunni það ekki nægilega vel. Epstein og Janshorn (2004) telja það hlutverk kennara að skýra fyrir foreldrum helstu markmið námsins, hvaða hlutverki foreldrar gegni í því og hvernig æskilegt sé að samstarfi heimilis og skóla sé háttað. Davidman og Davidman (2001) leggja áherslu á frumkvæði kennara við að mynda sterk tengsl við foreldra og að rík ástæða sé til að hlúa sérstaklega að samskiptum við foreldra barna af erlendum uppruna og rækta þau. Ekki má ganga að því sem vísu að hefð sé fyrir slíku í menningu þeirra. Því getur reynst erfitt að koma slíku samstarfi á. Rökin hníga samt sem áður að því að mikilvægt sé, með hagsmuni barnanna í huga, að koma á sem bestu samstarfi við foreldra. Rækt kennara við slíkt samstarf getur tengt erlendu foreldrana betur því samfélagi og menningu sem þeir búa við. Aðferð Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýs- inga um: (a) hvernig kennarar eru undir það búnir að kenna nemendum af erlendum uppruna, (b) hvernig kennarar mæta einstaklingsþörf- um nemenda af erlendum uppruna, (c) hvernig kennarar telja að nemendur af erlendum uppruna aðlagist nýju menningarsamfélagi. Aðferð og þátttakendur Ákveðið var að rannsóknin færi fram í tveimur svipuðum vestrænum ríkjum, Íslandi og Noregi, og í Kanada, sem einnig er vestrænt ríki á norðlægum slóðum, en reynsla Kanadamanna af fjölmenningu skilur sig frá hinum löndunum tveimur með afgerandi hætti. Rannsóknin hófst með forkönnun hér á landi, en skipulag og uppbygging spurninga fyrir hana var miðuð við fræðilegan bakgrunn sem snerti: menningarlegan breytileika, jöfn tækifæri, einstaklingsþarfir nemenda, tungumál, tengsl kennara við fjölskyldu nemenda og heima- nám. Þá voru tekin formleg viðtöl við kennara og vettvangsathuganir gerðar í bekk. Þemu viðtalanna byggðust á spurningum um undirbúning kennara fyrir fjölmenningarlega kennslu, framangreindum fræðilegum þáttum og niðurstöðum rýnihópanna. Viðtölin voru tekin við átján kennara, sex í hverju landi: Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi. Í öllum löndunum voru valdir tveir kennarar sem höfðu kennt skemur en í fimm ár, tveir sem höfðu kennt í um tíu ár og tveir sem áttu lengri starfsaldur að baki en tuttugu ár. Kennararnir áttu það einnig sammerkt að kenna yngri nemendum, nemendum í 1.–5. bekk (6–11 ára). Í bekkjunum voru börn af erlendum uppruna mismörg. Í Manitoba voru börnin frá fimm til sjö þjóðlöndum en í Noregi og Íslandi frá einu til þremur þjóðlöndum. Í viðtölunum var spurt um menntun kennaranna, kennslureynslu og hvernig þeir væru undir það búnir að kenna nemendum af erlendum uppruna. Einnig var spurt um menningarlegan breytileika innan bekkjar, jöfn tækifæri, einstaklingsþarfir nemenda, tungumál, tengsl kennara við fjölskyldu nemenda og Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.