Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 149

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 149
147 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 var ekki lagt formlegt mat á stöðu eða getu nemenda í ensku. Kennarar meta sjálfir stöðu nemenda ef þeir greina merki um námsvanda. Fram kom einnig að í skólunum eru fagaðilar, greiningaraðilar sem eru færir um að meta stöðu nemenda þegar talin er þörf á því. Allir kennararnir voru vel meðvitaðir um að slakur málskilningur barna af erlendum uppruna væri vandamál. Læsi þeirra væri gjarnan minna en innfæddra og það birtist greinilega í erfiðleikum með að „lesa milli lína“, eins og sagt var, og að átta sig á merkingu ritaðs eða talaðs máls. Þessum einstaklingum reyndist gjarnan erfitt að skilja orðaleiki eða húmor þar sem reyndi á málskilning. Kennararnir sögðu að orðaforði þeirra væri slakur, þau þekktu ekki orðin eða áttuðu sig ekki á fjölbreyttri merkingu þeirra eftir aðstæðum. Orðaforða þeirra skorti þannig breidd (fjölda orða) og dýpt (mismunandi merkingarmöguleika). Kennararnir sögðu að nemendur lærðu ensku í skólanum og móðurmál sitt annaðhvort í skólanum eða heima. Allir norsku kennararnir sögðu að málskilningur erlendu barnanna væri slakur. Börnin þyrftu töluverðar útskýringar og aðstoð við orð og hugtök. Þau væru oft í þeirri stöðu að þurfa að geta sér til um merkingu orða eða texta og að vitund þeirra um eigin færni væri lítil. Kennararnir sögðu að af þessum sökum væri lögð áhersla á að vinna með orðaforða og hugtök í skólanum. Í viðtölum við kennarana kom í ljós að þrátt fyrir merki um slakan orðaforða og skilning hefði ekki verið lagt formlegt mat á skilning barnanna. Þá var eftirtektarvert að flestir kennararnir slógu ýmsa varnagla í mati sínu, notuðu gjarnan orð eins og „ég tel“ og „ég held“ en voru ekki vissir í sinni sök. Af viðtölunum að dæma virtust þeir hafa veikar forsendur til að byggja á markvisst tungumálanám. Þá mátti einnig greina tengslaleysi milli kennaranna í skólanum, þeir virtust ekki gera sér fulla grein fyrir því hvað hver og einn gerði í stöðunni. Margt svipað kom fram hjá íslensku kennurunum og þeim norsku varðandi tungumálið. Þeir sögðu allir að skilningur barnanna væri slakur, þau vantaði oft orð til að tjá hugsun sína og hugtakaskilningur væri almennt slakur. Í einu tilviki hafði orðaforði verið metinn formlega af talmeinafræðingi og í öðru hafði nemandi farið í próf hjá sérkennara, annars byggðist matið á skoðun kennaranna sjálfra. Einn kennaranna sagði að orðaforði nemanda af erlendum uppruna væri slakur en að mati kennarans var nemandinn af þeim sökum „á mörkum dyslexíu“. Matið byggðist ekki á viðeigandi greiningu og kennarinn hafði ekki gert neinar ráðstafanir til að leggja slíka greiningu fyrir. Í viðtölunum mátti greina merki tengsla- og samskiptaleysis hjá flestum kennaranna, t.d. umsjónarkennara barnanna, annarra kennara sem kenndu þeim og sérkennara. Af viðtölunum var ekki að skilja að vinnubrögð kennara væru markviss að þessu leyti. Merki um slakan skilning og orðaforða nemenda af erlendum uppruna komu fram í löndunum þremur og úrræðin voru að mörgu leyti af sama meiði. Í skólunum á Íslandi og í Noregi þar sem gagna var aflað voru færri einstaklingar (1–3 nemendur) af erlendum uppruna í bekkjum sem heimsóttir voru og það kann að vera skýringin á því að úrræðin voru önnur, en þau fólust í „sérkennslu“ eða sérstökum stuðningi. Í Manitoba voru nemendur af erlendum uppruna í bekkjum sem heimsóttir voru mun fleiri, eða 5–7 nemendur. Þar bar minna á slíkri sérstöðu nemenda og má álíta að það hafi verið vegna þess hve almenn hún er. Tengsl við fjölskyldu Tengsl kennaranna í löndum þremur við fjölskyldur nemenda af erlendum uppruna virðast vera með nokkuð ólíku móti. Í skólunum sem heimsóttir voru í Manitoba eru fastir viðtalstímar þrisvar á vetri. Tengsl kennara við foreldra eru einnig eftir hentugleikum, t.d. í lok skóladagsins, og fyrir kemur að kennarar fara heim til nemenda, t.d. þegar veikindi koma upp. Þótt kennararnir sýndu foreldrum nemenda sinna greinilegan skilning töluðu þeir um að það væri ekki þeirra hlutverk að taka á vanda sem kæmi upp í fjölskyldunni, t.d. áhyggjum eða einangrun. Það væri hlutverk Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi j l i l l i i og á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.