Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 153

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 153
151 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 eru forsendur til að byggja tungumálanámið á veikar. Áberandi óvissa einkenndi svör íslensku kennaranna um það hvernig færni nemenda í tungumálinu væri metin eða til hvaða úrræða hægt væri að grípa. Athyglisvert er að íslensku kennararnir virðast ekki skynja ábyrgð sína á málakunnáttu barnanna og ákveðið tengslaleysi er á milli bekkjarkennara og annarra kennara. Námið, námsreynslan og þekking sem af skapast tengist orðum og orðaforða sterkum böndum og því er mikilvægt að vinna markvisst og af ábyrgð að eflingu tungumálsins. Þekking er að mestu bundin orðum svo markviss efling orðaforða er lykill að námi (Marzano, 2004). Mikill munur virtist á sýn kennaranna í löndunum þremur á mikilvægi samskipta við foreldra. Í Manitoba (Kanada) virtust samskiptin áreynslulaus en óformleg, án samskipta við foreldra gengi skólastarfið ekki. Kennararnir töldu vinnu með foreldrum grundvöll þess að barni liði vel í skóla. Í Noregi er formlegt samstarf við foreldra til staðar, tæki eins og samskiptabók og fastir fundir eru hluti af skólastarfinu. Hins vegar virtist sem norsku kennararnir héldu ákveðinni fjarlægð frá foreldrum og þeir báru því m.a. við að þeir næðu „hvort sem er ekki sambandi vegna tungumálaerfiðleika“. Í íslensku skólunum kom fram greinilegt ábyrgðarleysi í samskiptum við foreldra. Fjórir kennaranna sögðust aldrei hafa samband við foreldra umræddra barna og þrír þeirra höfðu engin svör um slíkt samstarf. Þeir vissu ekki hvort foreldrar hefðu áhyggjur, hvernig foreldrar héldu að börnunum liði í skólanum eða hvaða væntingar þeir hefðu til skólans. Þetta er í mótsögn við það sem fræðimenn hafa fundið út og segja eina af forsendum fjölmenningarlegrar kennslu. Þeir segja að kennurum beri að hafa frumkvæði að tengslum skóla og heimilis (Davidman og Davidman, 2001). Epstein (1995) hefur sýnt fram á að gott samstarf heimilis og skóla leiði til betri tengsla þar á milli, veiti heimilunum stuðning og styðji auk þess við starf kennarans. Skólinn er hluti samfélagsins og tenging skóla við heimilin getur opnað foreldrunum vissan aðgang að samfélaginu. Tengingin getur að minnsta kosti aukið gagnkvæman skilning kennara og foreldra. Fram kom í viðtölunum í Manitoba (Kanada) og í Noregi að kennararnir telja mæður barnanna einangraðar á heimilunum, þær ráði ekki við tungumálið og hafi ekki fengið störf við hæfi. Þetta sjónarmið kom fram í öðrum rýnihópnum sem rætt var við hér á landi. Þrjár mæðranna fjögurra virtust hafa áhyggjur af þessum þætti. Þá töluðu þær allar um að þær ættu í erfiðleikum með að aðstoða börn sín við heimanám, einnig þær tvær sem áttu að baki háskólanám. Þessi skoðun kom ekki fram í rýnihópi með kennurum. Epstein og Janshorn (2004) segja rannsóknir sýna að foreldrar vilji taka þátt í námi barna sinna en kunni það ekki. Því sé það hlutverk kennarans að skýra markmið heimanáms, ræða við foreldra um hlutverk þeirra og aðstoða þá við að rækja það. Reynsla kennaranna í löndunum þremur af heimanámi var svipuð. Heimanámið strandar gjarnan á eftirfylgni heima fyrir og því erfitt að koma á skipulögðu heimanámi. Þetta virðist leyst að nokkru leyti með því að færa heimanámið í skólann, t.d. í skólavistun eða með aukatímum, jafnvel með aðstoð frá skólanum inn á heimili. Í samanburði skera íslensku kennararnir sig úr að því leyti að þeir virðast ekki eins meðvitaðir og kennararnir í hinum löndunum um aðstæður heima fyrir. Íslensku kennararnir hafa ekki ræktað tengsl við heimilin og þar skortir á gagnvirk samskipti milli heimilis og kennara. Segja má að rannsóknin gefi til kynna að enn skorti á að faglegur undirbúningur þátttakenda í rannsókninni til að sinna fjölmenningarlegri kennslu sé nægilegur, því enginn þeirra sagðist hafa hlotið fjölmenningarlega menntun í grunnnámi sínu. Hins vegar felst grundvallarmunurinn á undirbúningi kennaranna í löndunum þremur í því að kanadísku kennararnir hafa búið í rótgrónu fjölmenningarsamfélagi þar sem réttindi og þarfir innflytjenda voru lögleidd fyrr en í Noregi og á Íslandi. Slík lög telur Fjölmenningarleg kennsla í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.