Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Side 159
TUM: Það er útbreitt viðhorf að menntun
skapi hagvöxt. Er það svo?
AW: Það er ekki svo einfalt samband þarna
á milli. Því miður eru þróunarríki víða um
heim að eyða formúum í menntun án þess
að hagvöxtur fylgi í kjölfarið. Þar með er ég
ekki að segja að þróað hagkerfi geti þrifist án
menntaðs fólks. Auðlegð krefst ákveðinnar
menntunar. En það er ekki kjarni málsins.
Spurningin er frekar hvort stjórnmálamenn
eigi að leggja allt kapp á að sem flestir
fari í háskóla, í þeirri trú að án þess verði
enginn hagvöxtur. Ég held það sé mikill
misskilningur. Í fyrsta lagi verður fólk sér ekki
endilega úti um menntunina sem gagnlegust
er fyrir efnahagslífið. Stjórnmálamenn keyra
menntakerfið áfram með áætlanagerð í stað
þess að láta fólk sjálft um að bregðast við
þörfinni þegar og ef hún verður til. Það er ekki
eins og það séu miklar gloppur í þekkingu
vestrænna þjóða sem bráðliggi á að bæta úr. Í
flestum tilfellum dugir góð almenn menntun
mjög vel öllum þeim sem vilja sýna frumkvæði
í atvinnulífinu. Og ef það er þörf fyrir ákveðna
sérþekkingu er mun líklegra að hún dafni
samhliða atvinnugreininni sem þarfnast
hennar. Það er ekki hægt að búa sérþekkingu
til fyrirfram, ekki hægt að mennta fólk núna í
einhverju sem búist er við að mikil þörf verði
fyrir eftir 10 ár. Þetta þarf að gerast samhliða
því sérþekking úreldist mjög fljótt. Það er út í
hött að ímynda sér að það hefði verið hægt að
sjá fyrir 20 árum hvaða þekkingu við þyrftum
Menntunargildran
Viðtal við Alison Wolf, prófessor við King‘s College í London.
Kristín Jónsdóttir, Kennaraháskóla Íslands og Ragnar F. Ólafsson, Námsmatsstofnun
Á fundi forsvarsmanna samtaka norrænna háskólamanna á vegum Bandalags háskólamanna í
Reykjavík 22. – 24. ágúst s.l. flutti Alison Wolf fyrirlestur sem bar yfirskriftina Æðri menntun –
magn og gæði? Eða jafnvægi þar á milli? Í viðtali við Tímarit um menntarannsóknir ræddi Alison
um stefnumótun í menntamálum, gæði skólastarfs, skólakerfið á Vesturlöndum, kennaramenntun,
pípulagnir og konur á vinnumarkaði.
Ferill: Alison Wolf er starfandi prófessor við King‘s College í London og hún hefur lengi kennt
við Institute of Education, University of London. Sérsvið hennar eru stjórnun og starfsþróunarmál.
Jafnframt er hún dálkahöfundur og skrifar reglulega um menntamál í Times Higher Education
Supplement. Alison hefur lengi fengist við rannsóknir á vinnumarkaðnum, hagvexti og eftirspurn
eftir menntun, og möguleikum skólakerfisins til að bregðast við og veita viðeigandi menntun
og starfsþjálfun. Hún er einnig sérfræðingur í námsmati, einkum hæfnismati í starfsmenntun og
sérfræðimenntun. Alison lauk M.A. og M.Phil.-gráðum frá University of Oxford og hún stundaði
einnig nám við Université de Neuchâtel í Sviss. Að loknu námi starfaði hún í Bandaríkjunum um
tíu ára skeið þar sem hún vann við stefnumótun en sneri að því búnu heim til rannsóknarstarfa í
Bretlandi. Bók hennar Does Education Matter? Myths about education and economic growth kom
út árið 2002 og hlaut verðskuldaða athygli.
157Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007, 157–163
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007