Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 160

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 160
158 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 á að halda nú. Því síður að unnt hefði verið að þjálfa fólk þá til þess að svara þörfinni nú í þeim atvinnugreinum sem hafa dafnað mest að undanförnu. Ég held að stjórnmálamenn geri mikil mistök með ofstjórn og kröfum um stöðugt meiri menntun. Ástæðan er samt einföld. Þeir vilja geta lofað hagvexti og menntunarstiginu telja þeir sig geta stýrt. Þeir gera það líka vegna þess að þeir hafa tekið eftir að menntafólkið er almennt ríkara en þeir sem hafa minni menntun. Þetta er álíka skynsamlegt og að senda alla til útlanda á skíði vegna þess að þeir hafi tekið eftir að þeir sem koma heim úr skíðaferðum, sólbrúnir í framan, eru almennt ríkari en þeir sem sátu eftir heima. Gagnslaust fyrir þjóðina en gott fyrir einstaklinginn AW: Þrátt fyrir þetta verður ekki framhjá því litið að það er mjög gott, jafnvel nauðsynlegt, fyrir einstaklinginn að verða sér úti um menntun til þess að verða samkeppnishæfur á vinnumarkaði. Ef fólki gengur þokkalega í námi gerir það sjálfu sér gott með því að verða sér úti um meiri menntun. Það er ein af leiðunum til þess að skapa sér sérstöðu umfram aðra sem eru að sækja um sömu störf. Ég þekki aðstæður í Bretlandi og tala út frá þeim en tel jafnframt líklegt að þær séu svipaðar á Íslandi. Með mikilli menntun kemur maður því á framfæri við vinnuveitanda að hann sé ágætlega gefinn og vinnusamur, og það kunna vinnuveitendur alltaf vel að meta. Í gamla daga var nóg að vera í skóla til 18 ára aldurs til þess að sýna fram á þetta. Nú dugir ekki minna en að vera í skóla til 25 ára aldurs. Þetta er gríðarlega dýrt fyrir samfélagið. Það er fokdýrt og slítandi fyrir ungt fólk að sogast inn í þennan samkeppnisspíral, sem skilar hagkerfinu sáralitlu en snýst fyrst og fremst um það að standa aðeins betur að vígi í samkeppni við aðra sem eru að sækja um störf á vinnumarkaði. Það er afskaplega erfitt að stöðva þennan spíral. Þetta er nokkurs konar menntunargildra. Á margan hátt kemur þetta meira niður á konum en körlum. Þær þurfa að mennta sig lengur og lengur og svo kemur að því að þær ætla að eignast börnin. Þetta styttir enn tímann sem þær hafa á vinnumarkaði. Það má ekki gleyma því að það kostar ýmsar fórnir að afla sér menntunar. Þau ár sem setið er á skólabekk fara ekki í að afla tekna og reynslu á vinnumarkaði. Menntun er því alls ekki ókeypis fyrir einstaklinginn þótt hún sé niðurgreidd. En eins og ég segi þá er mjög skynsamlegt fyrir einstaklinginn að verða sér úti um menntun. Nú er æ sjaldgæfara að fá vinnu í nágrenninu eða í gegnum kunningsskap. Það er miklu algengara að margir séu að keppa um sömu stöðurnar, oft á alþjóðlegum vettvangi, þar sem umsóknarferlið er strangt og reglum fylgt, sem er auðvitað til bóta. Þá er nauðsynlegt að hafa næga menntun til þess að sýna og skjóta keppinautum ref fyrir rass. Með því að veifa prófgráðum er fólk að segja: Ég er betri kostur en hinir. Gráðan er aðalatriði AW: Eins árs meistaragráður eru mjög vinsælar – ég stýri einu slíku námskeiði núna – og vissulega kennum við fólki ýmislegt gagnlegt. En nemendur koma fyrst og fremst vegna þess að þeir vilja skapa sér sérstöðu. B.A.-gráða er ekki lengur nóg. TUM: Er það aukaatriði hvað lært er? AW: Já. Það var gerð rannsókn á þessu í Bandaríkjunum. Gráðan eða öllu heldur tign prófgráðunnar skiptir mestu máli, það er hvort um er að ræða stúdentspróf, B.A.- eða B.S.- próf, meistaragráðu eða doktorsgráðu. Og sumir háskólar eru svo frægir að þeir sem hafa lært þar fá öll bestu störfin, það eru kannski 10 til 15 skólar sem skipta öllu máli. Svona gengur þetta – þegar allir eru komnir með B.A. þarf meistaragráðu til þess að skera sig úr, brátt er það ekki nóg og þá þarf M.B.A. og svo Viðtal við Alison Wolf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.