Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 161

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 161
159 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 framvegis. Þetta vindur stöðugt upp á sig og hlýtur þó einhvern tíma að taka enda því ekki getum við öll verið í skóla til sextugs! TUM: Telur þú að of margir skrái sig í háskólanám? Samfélagið þurfi á einhverju öðru að halda? AW: Ég orða það ekki þannig að of margir séu skráðir í háskóla. Ég vil alls ekki setja takmarkanir á skráningar. Við getum ekki neitað fólki um tækifæri til þess að taka þátt í slagnum. En engu að síður má draga í efa að það sé þörf á öllu þessu menntafólki fyrir efnahagslífið. Stjórnvöld virðast ganga út frá því að þörf sé á allri þessari menntun til þess að efnahagslífið dafni. Þá er litið á kostnaðinn sem fjárfestingu. Þetta er ástæðan fyrir því að háskólamenntun er niðurgreidd og miklum fjármunum eytt í menntun, fjármunum sem annars hefðu getað farið í annað. Ég þekki ekki aðstæður á Íslandi, en í Englandi er gríðarlegum upphæðum varið til þess að koma ungu fólki í gegnum háskóla. Á sama tíma er verið að skera niður fjármagn til margra annarra þátta. Ég held að þetta sé brjálæði. Ekki nóg með að ungu fólki finnist það vera undir gríðarlegri pressu með að ljúka langskólanámi, heldur velur það ekki endilega réttu námsgreinarnar út frá efnahagslegu sjónarmiði. Menntunin er mjög niðurgreidd. Fólk getur valið að vera lengur í skóla vegna þess að kostnaðurinn er mjög brenglaður og úr takti við raunverulegan kostnað. Þótt fólk fái ekki miklu hærri tekjur eftir að námi lýkur, vegna þess að svo margir hafa lokið sama námi, þá kostar það viðkomandi ekki svo mikið heldur. Ef eitthvað kostar lítið sem ekkert er meira notað af því, hvort sem maður þarf það eða ekki! Stjórnmálamenn hafa ákveðið að menntun sé fjárfesting og þess vegna verja þeir gríðarlegu fé til þess að niðurgreiða námsgráður. Fólk skráir sig í nám til að styrkja stöðu sína í samkeppninni. Þetta hefur ekkert með raunverulega menntun að gera og skilar samfélaginu ekki miklu, snýst eingöngu um að standa örlítið betur að vígi á vinnumarkaði en næsti umsækjandi. Og eftir því sem fleiri fara í langskólanám skilar það hverjum og einum minna á þeim mælikvarða. Skólagjöld og rekstrarstyrkir AW: Mér fyndist eðlilegt að þeir sem fara í slíkt nám greiddu eilítið meira af því sjálfir. Átján ára ungmenni sem ætlar að byrja eigin rekstur fær ekki samsvarandi styrk frá hinu opinbera og sá sem ætlar í langskólanám. Hvernig getum við verið svo viss um að það sé miklu betra að eyða stórfé til þess að mennta ungmennið í óskilgreindri háskólagrein í fjögur ár, í grein sem líkur eru á að það starfi aldrei beint við? Er ekki alveg eins gott að verja sömu fjármunum í að styrkja þennan einstakling til þess að setja á fót eigin rekstur? Ég er ekki að taka afstöðu til þess, einungis að benda á að vali einstaklingsins er stýrt með þessum fjárframlögum til niðurgreiðslu langskólamenntunar. Við virðumst hafa misst sjónar á því sem forfeður okkar og mæður vissu mæta vel: Að menntun snýst ekki bara um að gera einn og einn ríkari. Hún snýst um þroska og aukinn skilning á umhverfinu, veröldinni sem við búum í, og að verða betri borgarar. Því ríkari sem við verðum, þeim mun uppteknari verðum við af menntun sem tæki til þess að verða ennþá ríkari. Ég get ekki skilið hvers vegna svona er komið. Kannski hafið þið ekki misst sjónar á þessu á Íslandi eða í Skandinavíu, ég þekki það ekki, en í Englandi erum við komin með þetta á heilann. TUM: Á Íslandi virðist ekki ganga vel að vekja áhuga á ýmsum iðn- og starfsmenntagreinum, margir stefna í háskólanám. AW: Tvennt má segja um þetta. Í fyrsta lagi þá er háskólanám niðurgreitt og því álitlegri kostur en margt annað. Ég veit ekki hvernig málunum er háttað á Íslandi en í Englandi þarf maður að vera nokkuð viss áður en maður skráir sig í iðnnám því maður fær alls ekki jafnmikla fyrirgreiðslu í iðnnámi, ekki Viðtal við Alison Wolf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.