Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 162

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Síða 162
160 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 niðurgreidd námslán o.s.frv. Fyrir þann sem gæti hugsað sér hvort heldur er þá er miklu meiri hvati til að fara í langskólanámið, fremur en í iðnnám eða annað starfsnám. Í öðru lagi er ákaflega erfitt að standa á því að verða sér ekki úti um háskólamenntun þegar „allir“ eru með háskólapróf. Það er því mjög erfitt að sannfæra nokkurn mann um að læra iðngrein ef hann telur sig eiga einhverja möguleika á að ljúka háskólanámi. Auk þess er miklu meiri fjárhagslegan stuðning að fá til háskólanáms en iðnnáms eins og áður sagði. TUM: En þegar námi lýkur eru störf í iðngreinum og ýmsum starfsmenntagreinum oft betur borguð en hin, að minnsta kosti hér á Íslandi. AW: Já, og ef launamunurinn verður mikill fer fólk að leita í iðngreinarnar, ekki síst ef sá menntunarvalkostur er gerður jafnálitlegur. Iðnaðarmönnum hefur fækkað hjá okkur í Englandi. Það var ekki lengur hægt að fá pípulagningamann, en nú eru langir biðlistar til þess að komast í kúrsa í pípulagningum. Fólk hefur þurft að venjast því að þurfa að borga pípulagningamönnum laun og fá þá ekki ódýrt. TUM: Hvernig tókst að vekja áhuga á að læra pípulagningar? AW: Það gerðist sjálfkrafa og stjórnvöld höfðu ekkert með það að gera. Það spurðist bara út að það væri hægt að verða sér úti um mikla peninga með því að fara í pípulagnir. Margir þeirra sem skrá sig í nám í pípulagningum eru komnir vel yfir tvítugt og hafa gert ýmislegt annað. TUM: Hér er erfitt að vekja áhuga ungs fólks á námi í mörgum iðngreinum. AW: Það kemur mér á óvart, nema þið hafið einhverjar leiðir til þess að koma í veg fyrir að launin hækki hjá iðnaðarmönnum. Kannski er ástandið ekki orðið nógu slæmt ennþá. Eina ástæðan fyrir því að það fór að fjölga í iðngreinum í Englandi var sú að fólk áttaði sig á því að þar væri hægt að fá góð laun. Langskólagenginn almenningur hefur áttað sig á því að þótt hann geti haldið áfram að setja sig á háan hest gagnvart iðnaðarmönnum þarf hann engu að síður að borga þeim sæmileg laun fyrir þjónustuna. Sérfræðingarnir, millistéttin, hafði vanist því að borga iðnaðarmönnum lítið sem ekkert, en hefur nú orðið að breyta þeim hugsunarhætti. Nú er hlutfall sérfræðinga í Englandi að lækka, nú ætla ekki allir að verða sérfræðingar. Þetta hefur náð ákveðnu hámarki. Niðurgreitt nám TUM: Hvað leggur þú til? AW: Ég held að það þurfi bara að láta fólk borga meira sjálft fyrir langskólanámið. Í lýðræðislegu samfélagi er ekki hægt að banna fólki að fara í skóla en það er hægt að láta það taka ákvarðanir sem byggja á raunverulegum kostnaði, ekki tilbúnum aðstæðum eins og niðurgreiðslum. TUM: En leiðir það ekki til misréttis? AW: Aftur veltur það á því hvernig það er framkvæmt. Um þetta var mikið deilt í Bretlandi og á endanum varð sú skoðun ofan á að það þurfi að vera hægt að taka lán án mikillar áhættu. Þið búið í landi þar sem allir eiga húsnæði og ekki hikar fólk við að taka lán til þess. Það þarf bara að tryggja að fjármögnun náms sé ekki óyfirstíganleg hindrun, að fólk verði ekki gjaldþrota ef það stendur sig ekki í náminu. Þess vegna þarf að gera þetta með lánum sem greitt er af í samræmi við tekjur. TUM: Þannig kerfi er við lýði hér. AW: Ég held að þetta sé eina leiðin. Það eru einnig veittir styrkir til uppihalds fyrir þá sem hafa ekki sterkan fjárhagslegan bakhjarl. Þótt flestir hafi háskóla í héraðinu var ekki talið Viðtal við Alison Wolf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.