Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 164
162
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
ekki inn í virtan skóla sem kennir gagnlegri
greinar. Kannski er þessu öðru vísi farið hér.
Ef ég lít á fólk sem er örlítið eldra en ég og
hugsa um hvers konar kennara það hafði – mig
langar ekki að segja þetta á prenti en læt mig
hafa það – þá var það öflugri kennarahópur en
það fengi í dag. Margir sem áður fyrr hefðu
farið í kennslu myndu ekki gera það í dag. Fáir
myndu mótmæla þessu. Þetta er afleiðing þess
að dreifa menntuninni yfir svona mörg ár. Það
er mjög erfitt að fá mannskap til þess að kenna
þetta allt. Í flestum atvinnugreinum er reynt að
gera hlutina eins hratt og mögulegt er – en ekki
í menntakerfinu – þar virðist stefnan að lengja
framleiðsluferlið eins mikið og mögulegt er.
Og hver er útkoman – jafngóð eða betri en
áður? – ég er ekki viss.
TUM: Í atvinnuauglýsingum stendur oft að
krafist sé háskólamenntunar sem nýtist í starfi.
Það er með öðrum orðum krafist háskólagráðu
án þess að vinnuveitendur viti nákvæmlega
hvaða hæfni er leitað að. Þeir virðast ekki kunna
við að segja að krafist sé hvaða háskólagráðu
sem er en stundum virðist sem svo sé.
AW: Einmitt. Mágur minn lýsti því þannig þegar
þeir voru að ráða fólk til starfa í stórfyrirtæki
og þurftu að grisja umsóknabunkann,
þá losuðu þeir sig fyrst við þá sem ekki
höfðu háskólagráðu, síðan litu þeir aðeins
á einkunnirnar. Námsgreinin sjálf, það sem
viðkomandi hafði lært, skipti engu máli. Að
lokum grisjuðu þeir með því að taka aðeins
þá í viðtal sem gátu stafsett rétt og kunnu
greinarmerkjasetningu. Það var skilvirkasta
leiðin en vafalaust var sú hæfni komin fram um
ellefu ára aldur. Samt þurftu umsækjendur að
læra í allavega 10 ár í viðbót. Þetta er brjálæði.
Ég hef stundum áhyggjur af því að við dreifum
menntun allt of mikið, á allt of mörg ár. Og
vanrækjum marga nemendur með því að kenna
þeim ekki grundvallarfærni.
TUM: Ef ég skil þig rétt þá viltu verja meira fé
í kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi.
AW: Já, við þurfum að kenna nemendum það
sem þeir þurfa virkilega á að halda. Ég held
líka að við þurfum að styrkja kennaramenntun
og reyna að tryggja að kennararnir okkar séu
í raun færir um að kenna. Kannski er þetta
ekki svo mikið vandamál hér en í Englandi er
staðan svo ójöfn, það besta er mjög gott en það
versta er líka afleitt.
TUM: Síðustu PISA-niðurstöður sýndu að
íslenskir skólar eru mjög líkir innbyrðis.
AW: Í Bretlandi óttuðumst við að munurinn
milli þeirra hæstu og lægstu yrði enn meiri en
hann í reyndinni var.
Leið kvenna út á
vinnumarkaðinn
TUM: Þú ert dálkahöfundur, skrifar í Times
Higher Educational Supplement. Er það
mikilvægt fyrir þig?
AW: Nei, en rektor er mjög hrifinn af því. Ég
er með fasta stöðu svo ég get gert það sem ég
vil. Jú annars, mér finnst þetta mikilvægt og
ég nýt þess að skrifa þessa pistla. Ég segi hluti
sem ég hef ekki sagt annars staðar enda tekur
það svo langan tíma að skrifa akademískar
greinar. Það ætti að hvetja háskólafólk mun
meira til svona skrifa!
TUM: Í greininni Working girls fullyrðir þú að
skólakerfið hafa tapað miklu þegar formlegar
hindranir á atvinnuþátttöku kvenna lögðust af.
Gætirðu skýrt þetta nánar?
AW: Um allan heim fór vaxandi menntun og
kvenfrelsi saman. Og alls staðar var kennsla
fyrsta almenna starfið sem menntaðar konur
gátu lagt fyrir sig. Ævisögur 19. aldar kvenna
eru fullar af sögum um menntaðar konur
úr verkamannastétt sem urðu kennarar í
sveitaþorpum. Millistéttarkonur líka, þetta var
lausn, starf sem þær máttu sinna. Konur í
Viðtal við Alison Wolf