Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 165

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 165
163 Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007 verkamannastétt hafa alla tíð unnið og þetta var leið upp á við en fyrir millistéttarkonur var þetta leiðin út af heimilinu. Af þessum helmingi þjóðarinnar, konum, lagði rjóminn fyrir sig kennslu. Því má segja að einungis toppfólk hafi lagt fyrir sig kennslu. Þessar konur voru mjög metnaðargjarnar og höfðu líka metnað fyrir hönd annarra kvenna, stúlkna sem þær kenndu. Þær ólu upp kynslóð kvenna sem gat áorkað enn meiru en þær sjálfar höfðu gert. Ég þykist viss um að þetta sé eins hér á landi. Sögur af einstökum kennslukonum sem hvöttu aðrar konur áfram. Þetta var gott fyrir skólana. Þeir fylltust af afburðakonum sem gáfu sig allar í kennsluna. Kannski leiddi þetta til þess að kennslan var áhrifarík. Ef gera má ráð fyrir að það skipti máli að kennarinn kunni eitthvað og sé góður er óhætt að fullyrða að skólarnir höfðu aðgang að öflugri mannskap þá en nú. Mjög snemma urðu konur stjórnendur, fyrst í skólum fyrir yngri börn, síðan í stúlknaskólum á unglinga- og framhaldsskólastigi og loks í skólum fyrir bæði stelpur og stráka. Það var stórkostlegt. Ennþá sækja mun fleiri konur en karlar í kennarastéttina. Ekki vegna þess að þær hafi svo gífurlega þörf fyrir að vera sífellt að hugsa um ungviðið heldur vegna þess að þær eiga sjálfar börn og kennarastarfið býður upp á að blanda saman barneignum og starfsframa. En þær sækja ekki í kennarastéttina í sama mæli og áður og þetta eru ekki jafnhæfar konur og áður. Ef litið er á einkunnir kvenna sem fara í kennslu núna í samanburði við þær sem gerðu það fyrir 50 árum þá standast þessar yngri þeim eldri ekki snúning. Ég veit ekki hvað best er að gera í þessu. Það virðist erfitt að fá verulega gott fólk í kennslu en á sama tíma stækkar skólakerfið stöðugt. Varla er mikið vit í því. Um leið og konum opnast fleiri leiðirfara þær ekki lengur allar í kennslu. Önnur afleiðing er að konur eignast færri börn, sérstaklega menntakonur. TUM: Finnst þér að yfirvöld eigi að hvetja konur til að eiga börn? AW: Já, það verður ekki hjá því komist. Í Skandinavíu er mun meira gert til þess að auðvelda barnafjölskyldum lífið fjárhagslega en til dæmis í Englandi eða Þýskalandi. Ég átti fyrstu börnin mín tvö þegar í bjó í Bandaríkjunum og ég er viss um að ég hefði aldrei eignast þriðja barnið ef ég hefði ekki komið aftur til Englands. Þar hafði ég aðgang að tveimur ömmum sem hjálpuðu til, sem skipti gríðarlegu máli því eiginmaður minn býr um borð í flugvél. Heimild Wolf, A. (2006). Working girls. Prospect magazine, 121. Sótt 25.8.2007 http:// www.prospect-magazine.co.uk/ printarticle.php?id=7398 Viðtal við Alison Wolf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.