Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2007, Page 166
164
Um höfunda
Allyson Macdonald er prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk eðlisfræðinámi árið 1976
(B.Sc.Hons.) í Suður-Afríku og er með doktorspróf í kennslufræði raungreina frá Oregon State
University (1981). Hún hefur stundað rannsóknir á sviði náttúrufræðimenntunar og notkunar
upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi með sérstaka áherslu á mat, þróun og framkvæmd
námskráa. Netfang: allyson@khi.is
Eggert Lárusson er lektor í landafræði og landafræðikennslu við Kennaraháskóla Íslands.
Hann lauk B.S.-prófi í landafræði árið 1974 frá Háskóla Íslands, B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla
Íslands árið 1982 og Ph.D.-prófi í landmótunarfræði frá Durham University í Englandi árið 1984.
Hann starfaði lengst af sem framhaldsskólakennari en hefur verið lektor við Kennaraháskóla
Íslands frá 2003. Hann hefur einkum unnið að rannsóknum á náttúrufræðikennslu í grunnskólum.
Netfang: eggert@khi.is
Einar Guðmundsson er dósent í sálfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk B.Sc.-prófi í líffræði
og B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-prófi og doktorsprófi í sálfræði frá
Háskólanum í Lundi. Meginviðfangsefni hans í rannsóknum á sviði menntamála eru fjölþjóðlegar
samanburðarrannsóknir á kunnáttu nemenda, skilvirkni skóla, samræmd próf, námshamlanir barna
og samning og stöðlun kunnáttuprófa. Netfang: eing@hi.is
Emilía Guðmundsdóttir er sálfræðingur við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Hún lauk B.A.-
prófi og kandídatsprófi í sálfræði frá Háskóla Íslands. Netfang: emilia@greining.is
Guðmundur Engilbertsson er aðjúnkt og sérfræðingur á skólaþróunarsviði kennaradeildar
Háskólans á Akureyri. Helstu áherslusvið í kennslu lúta að hugmyndasögu, aðferðafræði,
kennslufræði og námsmati. Starf á skólaþróunarsviði tengist einkum þróun kennsluhátta
og námsmats og læsi til náms, einkum aðferðum til að efla lesskilning og orðaforða. Netfang:
ge@unak.is
Hafþór Guðjónsson er dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í
kennaramenntunarfræðum frá University of British Columbia árið 1992. Rannsóknir hans eru á
sviði kennaramenntunar og náttúrufræðimenntunar. Netfang: hafthor@khi.is
Hrönn Pálmadóttir er lektor í leikskólafræðum við Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk M.Ed.-
prófi í menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands árið 2001. Aðaláhugasvið í rannsóknum eru
samskipti barna og leikur og íhlutun fullorðinna. Netfang: hropalm@khi.is
Kristín Aðalsteinsdóttir er dósent og deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Hún
hefur haft umsjón með kennslu í sérkennslufræðum og ráðgjöf við framhaldsbraut kennaradeildar
Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar á síðustu árum hafa snúið að nemendum með sérþarfir,
viðmóti kennara og kennsluháttum kennara. Um þessar mundir vinnur hún að rannsókn á námi
fullorðinna. Netfang: kada@unak.is
Tímarit um menntarannsóknir, 4. árgangur 2007
Um höfunda