Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 40
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar
Starfsemi Fjölskylduþjónustu kirkjunnar hefur verið með hefðbundnum hætti.
Stofnunin flutti tímabundið úr húsnæði því sem hún hefur verið í á Klapparstíg 25-27,
Reykjavík, meðan húsnæðið var tekið í gegn að ósk leigusala. Stofnunin hefur flutt inn
aftur og hentar húsnæðið mun betur en áður.
Kirkjuráð mun beita sér fyrir því að mörkuð verði ffamtíðarstefna um starfsemina og
hún lögð fram á Kirkjuþingi 2007. Þar þarf að athuga hvemig tryggja megi
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar traustari fjárhagsgrundvöll. Mikilvægt er að sú þekking
sem þar er að finna á stöðu og högum fjölskyldna í íslensku samfélagi nýtist prestum og
forystu kirkjunnar enn betur en nú er. Handleiðsla á vegurn stofnunarinnar hefúr reynst
prestum og djáknum ómetanleg stoð í starfi og væri æskilegt að geta eflt hana enn
frekar.
Tónskóli Þjóðkirkjunnar
Starfsemi Tónskólans hefur verið með hefðbundnu sniði á tímabilinu. Kristinn Öm
Kristinsson hefúr látið af störfum sem skólastjóri og hefur Bjöm Steinar Sólbergsson
organisti verið ráðinn í hans stað. Þá var sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur í
Langholtskirkju skipaður formaður stjómar skólans í stað Kristjáns Vals Ingólfssonar,
sóknarprests og verkefiiisstjóra á Biskupsstofú, en hann lét af því starfi að eigin ósk.
Stjóm Tónskólans hefúr mótað tillögur um framtíð skólans. Álit stjómarinnar er að
Tónskólinn sé of lítil eining til þess að rekstur skólans geti verið hagkvæmur.
Þjóðkirkjan ber sjálf um 95% af kostnaði við menntun organista eftir að þeir koma til
náms við Tónskólann. Að mati stjómar er æskilegt að samræður verði teknar upp við
aðra tónlistarskóla, Listaháskólann og menntamálaráðuneytið um það að nemendur geti
sótt menntun sína til annarra skóla eins og hægt er, einkum orgelkennsluna sjálfa.
Grunnmenntun í hljóðfæraleik verði ekki hjá skólanum. Æskilegt væri að skólinn færi
inn í hið nýja umhverfi haustið 2007. Þá hefúr verið unnið að því að fá námið
viðurkennt sem lánshæft nám hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stjóm skólans
fyrirhugar að taka upp náið samstarf við Skálholtsskóla og m.a. að nýta aðstöðuna í
Skálholti meira en verið hefúr. Eitt af þremur meginsviðum skólans er tónlistarsvið og
því eðlilegt að samstarf sé þróað á þessum grundvelli.
Kirkjuráð samþykkti meginhugmyndir stjómarinnar og fól stjóminni að fylgja þeim
eftir. Kirkjuráð taldi rétt að fela stjóm Tónskólans að ráða tímabundið nýjan skólastjóra
til eins árs meðan viðræður standa yfir við aðrar stofhanir og meta stöðuna þegar því er
lokið.
VI. Önnur mál
Rafrænar kosningar
Eins og áður hefúr komið fram var kosið með rafrænum hætti til Kirkjuþings sl. vor.
Kosningamar gengu almennt vel. Kirkjuráð telur eðlilegt að stefna að því að taka upp
rafrænar kosningar á sviðum þar sem um kosningu getur verið að ræða innan
kirkjunnar, enda getur slíkt fyrirkomulag verið ódýrara og fljótlegra en póstkosningai'
eða kosningar á kjörstað.
38