Gerðir kirkjuþings - 2006, Síða 16

Gerðir kirkjuþings - 2006, Síða 16
Ávarp forseta Kirkjuþings, Péturs Kr. Hafstein Virðulega Kirkjuþing. Góðir gestir. Eg þakka það mikla traust, sem mér er sýnt með því að fela mér forsæti á Kirkjuþingi. Mér er ljóst, að mér er mikill vandi á höndum. Kirkjuþing er einn af homsteinum þjóðkirkjunnar og miklu skiptir, að starf þess fari vel og giftusamlega fram - bæði til þess að styrkja þjóðkirkjuna sem forystuafl í trúarlegum efhum og efla kristið samfélag og þar með bæta mannlífið í landinu. Vandi minn í þessu hlutverki er meiri en ella vegna þess að ég hef ekki áður setið á Kirkjuþingi - þekki ekki af eigin raun framvindu þess og innra starf, ekki einu sinni öll nöfnin og andlitin, sem við mér blasa. Ég verð því að biðja um þolinmæði ykkar og samvinnu. Á móti heiti ég því að leggja mig allan fram um það, að þingstörfin hér megi fara vel og virðulega fram - að réttlæti ríki í fundarstjóm og störf Kirkjuþingsins verði skilvirk og árangursrík. Kirkjuþing sér nú á bak traustum þingforseta, Jóni Helgasyni í Seglbúðum, sem leitt hefur þingið af alúð og festu síðustu átta árin. Það er almælt, að forsetastörf Jóns á Kirkjuþingi hafi verið unnin af kærleika, þekkingu og skilningi á mannlegu eðli. Fyrir það stendur þjóðkirkjan í þakkarskuld við Jón Helgason. Mér er bæði ljúft og skylt á þessari stundu að færa fram og árétta þakklæti Kirkjuþingsins til Jóns fyrir ómetanlega forystu á umbrotatímum í kjölfar laga nr. 78/1997 um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar. Hann hefur veitt því umbótastarfi, sem unnið hefur verið undanfarin ár til að styrkja og efla sjálfstæði þjóðkirkjunnar á grandvelli þessarar löggjafar og annarra tengdra laga, farsæla og trausta forystu. Þessa Kirkjuþings bíða mörg og vandasöm verkefni, eins og ffamkomin þingmál gefa til kynna. Þau era ekki einskorðuð við ytri umgjörð hins kirkjulega starfs heldur snerta þau einnig og ekki síður andlega velferð sóknarbama víðs vegar um landið og tengsl þeirra við kirkjuna - kirkjuna heima og þjóðkirkjuna sem slíka. Það veltur því á miklu, að samhugur og eindrægni ráði för á Kirkjuþingi, þegar mikilvægar ákvarðanir era teknar. I stjómmála- og þjóðfélagsumræðu blása einatt vindar úr öllum áttum og off er breytinga krafist breytinganna vegna eða sakir nýrra kenninga, sem ganga í berhögg við gömul gildi. Nú heyrast þær raddir, að þjóðkirkjan íslenska eigi sér ekki lengur stoð í samfélagsskipuninni og staða hennar fari í bága við jafhréttishugmyndir nútímans. Víst er um það, að þjóðkirkjan stendur á margra alda bjargi og á sér mikla sögu. Frá því að Islendingar fengu fýrst stjómarskrá 1874 hefur þar verið áréttað, að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi og ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vemda. Jafiiffamt hefur ríkt trúfrelsi í landinu og engum verið þröngvað til fylgis við þjóðkirkjuna andstætt sannfæringu sinni. Það er rétt, að stjómarskráin mælir einnig fyrir um það, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda meðal annars án tillits til trúarbragða. Þeim jafnréttismælikvarða, sem hér verður bragðið á 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.