Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 13

Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 13
þjóðkirkjunnar. þar sem mælt er fyrir um að kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir, sem þeim fylgdu, að frátöldum prestssetrum og því þeim fylgdi væru eign íslensks ríkisins og andvirði seldra jarða skyldi renna í ríkissjóð og á móti myndi ríkið skuldbinda sig að greiða laun 138 presta og 18 starfsmanna Biskupsstofu eins og þar segir. En eins og við vitum sem hér erum inni þá fóru síðan af stað viðræður um stöðu prestssetranna, eigna og réttarstöðu þeirra en þær viðræður hafa staðið með hléum um árabil. Þeim lauk formlega í gær þegar við biskup og íjármálaráðherra rituðum undir samkomulag, mikilvægt samkomulag, um þessa réttarstöðu og stöðu prestssetra og prestssetursjarða. Þegar ég talaði hér á kirkjuþingi fyrir tveimur árum þá lét ég þess getið að það virtist óbrúanlegt bil á milli kirkju og ríkis í þessu efiii og nefhdi tölur því til staðfestingar að ríkið talaði um 150 milljónir meðan kirkjan talaði um 3 milljarða og það virtist vera svo breitt bil þama á milli, að það næði líklegast ekki saman. Ég hef líkað sagt, að kannski væri það svo að það væri hluti af íslandssögunni að það væru óleysanleg mál milli ríkis og kirkju um yfirráð yfir landi og jörðum og þess vegna væri skynsamlegt að reyna ekkert að ná þessu samkomulagi, heldur að láta þetta deilumál vera áffam hluta af okkar Islandssögu, en sem betur fer náðum við samkomulag og leystum þetta og rituðum undir samkomulagið í gær. Ég vil fara yfir helstu atriði í þessu samkomulagi hér á þessum stað til að þau liggi alveg ljóst fyrir. I fyrsta lagi að kirkjunni verði afhent til fullrar eignar og ráðstöfunar prestssetur og prestsseturbústaði, sem henni voru afhentir til umsýslunar með lögum um prestssetur 1993 ásamt þeim fasteignum sem kirkjan hefur keypt fyrir eigið fé, ffá þeim tíma. Samkomulag þetta gerir því ekki ráð fyrir afhendingu annarra eigna til kirkjunnar, en hún hefur nú þegar á sínu forræði. Allar kröfur kirkjunnar á hendur ríkinu vegna annarra eigna, sem deilt hefur verið um, á milli ríkis og kirkju og snúa að eldri prestssetrum, nýbýlum, hjáleigum og öðrum útskiptum eignum og réttindum allt ffá árinu 1907 falla niður, eða teljast umsamdar. Sama gildir um kröfúr prestssetur eða tengdra réttinda prestssetra sem ríkið hefur selt. Mælt er sérstaklega fýrir um í samkomulagi að jörðin Þingvellir og kirkjan þar séu eign íslenska ríkisins, sem sér um búnað hennar og viðhald ásamt því að veita aðstöðu fyrir sóknarprest í tengslum við kirkjuathafnir. Gert er ráð fýrir að íslenska ríkið hækki árlegt ffamlag sitt til Kirkjumálasjóðs, sem nemi 3% af því gjaldi sem árlega verður greitt til sjóðsins, þannig að gjald í Kirkjumálsjóð verði 14.3% frá 1. janúar 2007. Samhliða umræddri hækkun er lagt til að eftirfarandi ótímabundið viðfangsefni undir fjárlagaliðnum 06-701, Þjóðkirkjan, falli brott frá og með fjárlögum 2007. Það er 7.1 vegna sérþjónustuprests vegna áfengis og vímuefnavandans, 2.2 vegna kirkjumiðstöðvar 1.7, vegna Löngumýrar í Skagafirði og 9.4 millj. vegna Skálholtsskóla. Hækkun gjalds ríkisins í Kirkjumálasjóðs nemur 55 milljónum á ári með þessu samkomulagi, en að teknu tilliti til þeirra liða sem niður falla á móti verður raunhækkun útgjalda ríkisins vegna samningsins 35 milljónir króna á ári. Það mun taka eina öld fýrir kirkjuna að ná í þá 3 milljarða sem bar á milli og hún lagði til að ríki greiddi fýrir þessar eignir og yrði það til að leysa þessa deilu. En að 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.