Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 8

Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 8
Fíkn er alltaf að verða fyrirferðarmeiri í menningu og samtíð. Afengið flæðir hömlulítið og vímuefiun eru æ aðgengilegri, enda markaðssetningin sífellt lævíslegri og öflugri. Hert löggæsla og viðurlög duga ekki ein og sér. Það þarf vitundarvakningu alþjóðar. Hin fjölmörgu og ógnvænlegu dæmi um hraðakstur ungra manna á götum og strætum, bendir til þess að margir ánetjast spennufíkninni. Enda er hraðinn dýrkaður, spennan, fífldirfskan, og því er haldið að ungu fólki skefjalaust í kvikmyndum, myndböndum, tölvuleikjum. Og er nema von að það hrífi? Ungt fólk, ekki síst ungir karlmenn á Islandi eru í mikilli og vaxandi hættu. Og á sama tíma hefur bömum og unglingum verið innrætt afstæðishyggja í siðferðismálum, að sérhver krafa um hömlur, siðaboð og viðvaranir sé aðeins leið til að dylja valdafíkn og kúgunarvilja. Afleiðingin verður tilgangsleysi, tómhyggja og að vera ófær um að treysta nokkrum eða neinu, og að öll viðmið til að byggja líf sitt á tapast. Netið og veraldarvefurinn verða sífellt mikilvægari upplýsingamiðlar í samtíma okkar. I því felast mörg tækifæri, en líka ógnanir. Um leið og við höfum mörg dæmi um góð og gagnleg samskipti á netinu þá berast reglulega fregnir af einelti og annarri óhæfu. Veruleiki bama og ungmenna mótast af þessari bylgju möguleika til samskipta í veröld sem er ný og spennandi, en stundum hál, og við þurfum öll að staldra við til að skoða betur bæði tækifæri og ógnanir sem felast í þessum möguleikum. Biskupsstofa mun halda nokkur málþing á næstu mánuðum um guðffæði og siðfræði nýrra miðla þar sem kastljósinu verður meðal annars beint að samskiptareglum, siðferði og mannskilningi á intemetinu. Kirkja og skóli Umræður hafa verið um kristindómsýrœðslu í grunnskólum, og athugasemdir gerðar um aðkomu Þjóðkirkjunnar og afskipti af skólanum. Þess má vænta þegar bömum fjölgar sem eiga rætur að rekja úr framandi menningu og trúarbrögðum. Þó er athyglivert að andmæli koma ekki ffá öðrum trúfélögum eða trúarbrögðum, heldur aðilum sem beita sér gegn Þjóðkirkjunni og vilja þrengja að kostum kristni og kirkju í samfélagsinu. Verkefiiið “vinaleið” sem Kirkjuþing ályktaði um árið 2003 er kristin sálgæsla fyrir grunnskólaböm. Vinaleiðin hefur gefið afar góða raun í Mosfellsbæ og hefur nú verið komið á fót í gmnnskólum Garðaprestakalls að ósk skólanna og með tilstyrk einkaaðila og Kirkjuráðs. Verkefnið byggir umffam allt á því að gefa barninu tíma til að tjá sig, og hlusta á það. Það virðist reyndar lítill tími aflögu til að hlusta á böm, hávaðinn og æmstan virðast ráða ferðinni svo allt of víða. Vinaleiðin er sálgæsla og forvöm undir kristnum formerkjum, í andrúmslofti virðingar, trausts og kyrrðar. Allir sem er umhugað um líðan og velferð bama ættu að taka höndum saman um að greiða því veg! Ég vil minna á að Þjóðkirkjan hefur markað sér steftiu um samstarf Þjóðkirkju og skóla og vill vera bandamaður skólans í að sinna skyldum sínum við nemendur um miðlun þekkingar um kristni og kirkju. Slíkt samstarf byggir á gagnkvæmri virðingu og á traustum faglegum gmnni, guðffæðilega og uppeldis- og kennsluffæðilega. Þessari stefiiumótun verður fylgt eftir, og einnig að skilgreina betur stöðu Þjóðkirkjunnar gagnvart skólanum. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.