Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 65
jafht og leikum, hefur ekki tekist að jafna ágreining sín á milli og sættir hafa ekki tekist
í meðförum prófasts eða hann sagt sig frá málinu.
Vígslubiskup skal ljúka sáttaumleitan sinni innan tveggja vikna að jafnaði.
enda sé mál hvorki á hendi annarra kirkjulegra aðila á þeim tíma né til meðferðar fyrir
dómsstólum. Vígslubiskupi er heimilt að kalla til aðstoðar fagfólk á sviði sem
ágreiningsmál varðar. Vígslubiskup skilar biskupi íslands skriflegu áliti ef sættir takast
ekki.
8. gr. Vígslubiskup veitir úrlausn í málum sem prófastar vísar til hans.
9. gr. Vígslubiskup gegnir formennsku í valnefnd prestakalls og sinnir öðrum skyldum
við val og veitingu prestsembætta sem greinir í starfsreglum um presta.
10. gr. Vígslubiskup kemur að málefnum prestssetra skv. starfsreglum um
Prestssetrasjóð.
11. gr. Vígslubiskup er biskupi íslands til aðstoðar um kirkjuleg málefhi. Hann annast
biskupsverk að ósk biskups íslands og í umboði hans, svo sem að vígja presta, djákna,
kirkjur og kapellur. Hann hefur í umboði biskups íslands tilsjón með að stefnumörkun
kirkjunnar sé framfylgt hvað varðar helgihald, boðun, fræðslu og kærleiksþjónustu
kirkjunnar í umdæmi sínu. Vígslubiskup hefur tilsjón með starfsmannahaldi einkum
hvað varðar handleiðslu, símenntun og sálgæslu presta og starfsmanna kirkjunnar í
umdæminu og beitir sér í þeim efnum ef tilefni er til.
12. gr. Vígslubiskup vísiterar prestaköll og söfhuði í umdæmi sínu eftir áætlun
biskupafundar. Vísitasía vígslubiskups beinist einkum að innri þáttum kirkjulífs, hinni
vígðu þjónustu, helgihaldi, boðun, sálgæslu og safnaðarstarfi.
13. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru á grundvelli 15. gr.,16. gr., 18. gr. 19. gr. og
59. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi 1.
janúar 2007. Jafhffamt falla brott starfsreglur um vígslubiskupa nr. 820/2000 frá sama
tíma.
63