Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 52
4. mál
Skýrsla stjórnar Prestssetrasjóðs
Flm. Bjami Kx. Grímsson
Forsendur
Prestssetrasjóður var stofnaður með sérlögum um prestssetur nr. 137/1993. Hófst
starfsemi hans þann 1. jan. 1994. Samkvæmt 8. grein laganna tók stjóm Prestssetrasjóðs
þá við þeirri yfirstjóm prestssetra, sem verið hafði í höndum dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins áður. Þar segir: Við gildistöku laga þessara tekur stjóm
Prestssetrasjóðs við þeirri yíirstjóm prestssetra sem verið hefur í höndum dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins, svo og réttindum og skyldum sem þeim fylgja.
Prestssetrasjóður er því sjálfstætt stjómvald sem starfar án afskipta ráðuneytis sbr. ofan
greind lög. Einu takmarkanir sem gerðar era á þessari yfirstjóm stjómar sjóðsins lúta að
kaupum og sölum á prestssetrum, svo sem mælt er fyrir um í 4. gr. þessara sérlaga um
sjóðinn.
I 5. gr. laganna segir: Prestum ber að gjalda Prestssetrasjóði leigu fyrir prestssetur.
Sjóðstjóm ákveður leigukjör, þar með talið leigugjald, og gerir leigusamninga við
presta um prestssetur. Ákvæði húsaleigulaga og ábúðarlaga taka til réttarsambands aðila
eftir því sem við getur átt.
Stjóm Prestssetrasjóðs hefur því hlutverk landsdrottins gagnvart prestum á
prestssetursjörðum samkvæmt ábúðarlögum og öðrum lögum og hlutverk leigusala
gagnvart presti í prestsbústað samkvæmt húsaleigulögum, með þeim afbrigðum sem
kunna að leiða af lögum um prestssetur og starfsreglum sjóðsins. Kirkjuþing er æðsta
vald í málefnum sjóðsins og getur sett sjóðstjóm starfsreglur og gert ályktanir um
hvaðeina er lýtur að stjóm og starfrækslu hans, en um Prestssetrasjóð gilda starfreglur
nr. 826/2000 með síðari breytingum.
Stjóm og starfsmenn
A Kirkjuþingi 2004 var Guðmunda Kristjánsdóttir kosin í stjóm sjóðsins í stað sr. Lára
G. Oddsdóttur. Stjóm sjóðsins skipa nú Bjami Kr. Grímsson, viðskiptafræðingur, er
formaður sjóðsins, en aðrir stjómarmenn era Láras Ægir Guðmundsson,
viðskiptafræðingur, og Guðmunda Kristjánsdóttir, löggiltur læknaritari. Varamenn era
sr. Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, og
Ólafur Eggertsson, bóndi.
Stjómin hefur haldið 11 stjómarfundi á starfsárinu auk fjölda vinnufunda einstakra
stjómarmanna með starfsmönnum sjóðsins.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Höskuldur Sveinsson, arkitekt. Framkvæmdastjóri
Prestssetrasjóðs hefur það hlutverk með höndum að sinna allri daglegri stjómun og
rekstri sjóðsins. Hann hefur yfirumsjón með byggingartæknilegri umsýslu og
framkvæmdum sjóðsins, imdirbýr fundi stjómar, sinnir stjómsýslu sjóðsins og öðrum
verkefhum sem honum era falin af stjóm hans hverju sinni.
50