Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 11
merkis á hönd þér og hafa þau sem minningarbönd á milli augna þinna og þú skalt
skrifa þau á dyrastafi húss þíns og á borgarhlið þín.”
Þetta er hagnýt uppeldisffæði sem við hefðum gott af að íhuga, vegna þess að okkur
hefur verið kennt að við minni sé heilastarfsemi. En þar kemur meira til, reynsla
kynslóðanna sýnir að hið ytra atferli og upprifjum stuðlar að því að festa í minni það
sem máli skiptir. Þess vegna hlýtur kirkjan að halda fram hinni helgu iðkun, hefðum og
hátíðum, ef hún vill andæva hinni ágengu öld minnisleysisins og skeytingarleysisins
sem við lifum nú. Guðspjöllin hljóma í guðsþjónustum kirkjunnar. Ovíða annars
staðar. Off freistast menn til að trúa að unnt sé að vera kristinn án þess að rækja kirkju,
og áreiðanlega er það hægt, margir hafa gott minni og þurfa ekki að rifja neitt upp. En
flest okkar myndum fljótt gleyma ef ekki væru helgar og hátíðir, hefðir og helgidómar
þar sem við fáum að heyra, nema, syngja, tjá hina helgu sögu og hinn helga boðskap.
Fagnaðarerindið myndi fljótt falla í gleymsku ef ekki væru vörður á lífsveginum, rauðir
dagar á dagatalinu, samfundir þar sem orðið er rifjað upp og iðkað. Þess vegna er
iðkun og lofgjörð hreint ekkert aukaatriði í lífi kirkjunnar. Þar er líffaug hennar, þar er
hún sýnileg, við skímarlaug og altarið og iðkun á helgum og hátíðum, og á krossgötum
ævinnar.
Göngum með gleði til góðra verka á Kirkjuþingi. Kirkjuþing 2006 er sett. Friður Guðs
sé með oss öllum.
9