Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 28
8. mál Kirkjuþings 2005. Starfsreglur um Samkirkjunefnd Þjóðkirkjunnar
Starfsreglubálkur þessi hefur verið birtur í Stjórnartíðindum lögum samkvæmt og
jafiiframt öllum hlutaðeigandi tilkynnt um gildistöku hans. Kirkjuþing kaus tvo fulltrúa
í Samkirkjunefhdina samkvæmt hinum nýju starfsreglum, þau sr. Bemharð
Guðmundsson og sr. Sjöfn Þór og sem varamenn sr. Döllu Þórðardóttur og Huldu
Guðmundsdóttur. Biskup skipaði tvo fulltrúa, sr. Halldór Reynisson og Steinunni A.
Bjömsdóttur. Hjálparstarf kirkjunnar skipaði einn fulltrúa, Einar Karl Haraldsson.
9. mál Kirkjuþings 2005. Starfsreglur um breyting á eftirfarandi starfsreglum:
Starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefhdir nr. 733/1998, Starfsreglur um
sóknarnefndir nr. 732/1998, Starfsreglur um prófasta nr. 734/1998, Starfsreglur um
Kirkjuráð nr. 817/2000, Starfsreglur um vígslubiskupa nr. 820/2000
Starfsreglur þessar hafa verið birtar í Stjómartíðindum lögum samkvæmt og öllum
hlutaðeigandi tilkynnt um gildistöku hans.
10. mál Kirkjuþings 2005. Þingsályktun um Kirkjumiðstöð á Akureyri
Alyktun:
Kirkjuþing telur að áður en tekin verði ákvörðun á Kirkjuþingi um stofnun
Kirkjumiðstöðvar á Akureyri þurfi að fara fram nánari skoðun og meiri undirbúningur
að málinu m.a. með því að Kirkjuráð beiti sér fyrir að:
- Samstaða náist um verkefnið við kirkjulega aðila á Akureyri og nágrenni sem kæmu
til með að flytja starfsemi sína í húsnœðið m.a. viðþá sem nú hafa aðstöðu í
Laxdalshúsi.
- Athugun fari fram á því hvaða húsnæði er í boði til leigu Jyrir kirkjumiðstöðina.
- Ljóst sé hver verði stofnkostnaður við útbúnað og flutning aðila í húsnæðið og hverjir
myndu greiða þann kostnað.
- Unnin verði rekstraráœtlun og kostnaðarskipting vegna starfseminnar.
- Komi til styrkveitingar til stofnunar og/eða starfrækslu kirkjumiðstöðvarinnar frá
einkaaðilum eða opinberum aðilum þá liggi fyrir yfirlýsing þeirra um með hvaða hœtti
slíkt verði gert og um hvaða flárhæðir væri að ræða.
Kirkjuráð fól framkvæmdastjóra og fjármálastjóra að fylgja þessu máli eftir. Unnið
hefur verið að málinu samkvæmt samþykkt Kirkjuþings og fylgir greinargerð um
kirkjumiðstöðina skýrslu þessari og vísast til hennar.
11. mál Kirkjuþings 2005. Frumvarp til laga um breyting á lögum um stöðu, stjórn og
starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78 26. maí 1997
Frumvarpið fól í sér að Kirkjuþing ákveði fjölda fulltrúa, skipan kjördæma og allt
kosningafyrirkomulag. Áskilið í lögunum að leikmenn skuli vera fleiri en prestar.
Jafiiframt er þar rætt um vígða menn, þ.e. djákna og presta, en ekki eingöngu presta
eins og áður var. Samþykkt Kirkjuþings var afgreidd til dóms- og kirkjumálaráðherra
og lagði hann fram stjómarfrumvarp á Alþingi í ffamhaldi af því sem var í samræmi við
samþykkt Kirkjuþings. Vonast hafði verið til að ffumvarpið hlyti afgreiðslu fyrir
áramót 2005/2006 en af því varð ekki. Frumvarpið var afgreitt sem lög ffá Alþingi 14.
febrúar 2006. í ffamhaldi af því var boðað til auka Kirkjuþings þann 10. mars 2006 til
að setja nýjar starfsreglur um kjör til Kirkjuþings annars vegar og um þingsköp
26