Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 5

Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 5
Gerðir Kirkjuþings 2007 Ávarp biskups íslands, Karls Sigurbjörnssonar Kirkjumálaráðherra, Björn Bjamason, forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, vígslubiskupar, þingfulltrúar, góðir gestir. Verið velkomin til Kirkjuþings 2007. Ég þakka forseta Kirkjuþings, forsætisnefnd, Kirkjuráði og starfsliði vandaðan undirbúning þinghalds og allt gott samstarf á umliðnu ári. Vígslubiskupum og þingfulltrúum þakka ég og samstarf og samskipti. Kirkjuþingsmenn kvaddir Tveir kirkjuþingsmenn kvöddu þennan heim á árinu, séra Hreinn Hjartarson og séra Pétur Þórarinsson. Séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, lést 1. mars s.l. á 56. aldursári, fæddur á AJkureyri 23. júní 1951. Hann sat á Kirkjuþingi árin 1998 til 2002. Séra Pétur var forystumaður í æskulýðsmálum kirkjunnar og gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir kirkju og samfélag. Eftirlifandi eiginkona hans er frú Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir. Séra Hreinn Hjartarson, fv. sóknarprestur í Fellaprestakalli, lést 28. mars s.l. 73 ára að aldri. Hann fæddist á Hellissandi, 31.ágúst 1933. Séra Hreinn sat á Kirkjuþingi 1982-2002 og í Kirkjuráði 1990-2002. Hann var formaður stjórnar Skálholtsútgáfunnar frá 1990 og sat í stjóm Fjölskylduþjónustu kirkjunnar frá 1992 og í stjóm Hjálparstarfs kirkjunnar um sex ára skeið. Eftirlifandi eiginkona hans er frú Sigrún Ingibjörg Halldórsdóttir. Við minnumst ötulla liðsmanna og góðra drengja með söknuði og sendur aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Ég bið þingheim að rísa úr sætum í virðingar og þakkarskyni. Drottinn minn gefi dánum ró og hinum líkn sem lifa. Amen. Ný útgáfa Biblíunnar Það var gleðilegur tímamótaatburður í Dómkirkjunni í gær þegar forseti Islands veitti hinni nýju útgáfu Biblíunnar viðtöku fyrir hönd þjóðarinnar. Á eftir var athöfn í Alþingishúsinu þar sem þingmönnum og ráðhemim var afhent Biblían að gjöf í þakkarskyni fyrir þann dyggilega stuðning sem Alþingi og ríkisstjóm hafa veitt þýðingarstarfinu. Á morgun, sunnudaginn 21. október, vænti ég þess að Biblíunni verði veitt viðtaka í söfnuðum landsins við guðsþjónustu. Ég vænti þess að prestar og söfnuðir um land allt leitist við að fagna þessum atburði í lífi kirkju og þjóðar með virðingu. Öll bemm við þá bæn og ósk í brjósti að útgáfan nýja verði til þess að vekja aukna athygli á bók bókanna og glæða löngun fólks til að kynnast henni betur og þeim boðskap sem hún geymir. Útkoma Biblíu 21. aldar er gríðarleg áskorun á hendur hirðum, kennimönnum og sóknum kirkjunnar að nýta þau tækifæri sem þar gefast. Guð blessi hina nýju útgáfu, þau sem að henni hafa unnið og þau sem við henni munu taka. Guð blessi alla trúa þjóna Orðsins. Útkoma hinnar nýju Biblíuþýðingar er líka hvatning til okkar allra á vettvangi kirkjunnar að sækja fram fyrir hönd íslenskrar tungu. Við megum vera stolt og glöð yfir því að íslendingar fengu stóra hluta Biblíunnar á sitt móðurmál snemma í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Sú staðreynd og áhersla íslenskra kirkjuleiðtoga siðbótartímans á að orð Guðs skyldi ætíð vera boðað hér á íslenskri tungu, hefur haft meiri áhrif en nokkuð annað á varðveislu íslenskunnar og sjálfstæði okkar þjóðar. Hómilíubókin, Odds testamenti og Guðbrandsbiblía, þessi öndvegisrit íslenskrar 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.