Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 9

Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 9
Gerðir Kirkjuþings 2007 og leiðsögn í txú. Sömu kannanir sýna fram á að íslendingar almennt leggja mest upp úr þeim gildum sem spretta af kristnum rótum, þar er manngæskan, fyrirgefningin og kærleikurinn í fyrirrúmi. Til viðbótar hefur kirkjan fram að færa trúna og vonina, sem eru grunngildi sem eiga sér þrátt fyrir allt bandamann í hjarta flestra Islendinga. Sameiginlegri guðsþjónusta safnaðarins er ætlað að minna okkur á, eins og segir í útgöngubæninni góðu: „hveiju ég á að trúa, hvemig ég á að breyta og hvers ég má vona.“ Mikilvægt er að styrkja safnaðarsálgæsluna, bæði hina einslegu, og ekki síður hina almennu. Og að rækta snertifletina við þjóðina. Svo þurfum við að vera dugleg við að miðla efni um trúarlíf og hinar djúpu og miðlægu tilvistarspumingar. Og nota til þess alla þá farvegu boðmiðlunar sem tiltækir em. Við getum glaðst yfrr því hve vefur kirkjunnar hefur þroskast vel og trú.is er dýrmætur farvegur. Þama em vaxtarsprotar í boðuninni sem hlynna þarf að. Sýnileiki og skýrleiki er kirkjunni lífsnauðsyn. Jafnframt því sem kirkjan leggur áherslu á að næra trú einstaklingsins og styðja fólk á vegi trúarinnar í nærsamfélaginu, þá verður Þjóðkirkjan að leggja áherslu á að hafa mótandi áhrif á hinu opinbera sviði, uppeldi og menningu þjóðarinnar gegnum þá farvegu og torg sem tiltæk eru, fjölmiðla, stofnanir, félagsamtök, að eiga fmmkvæði til góðra verka og góðra hugmynda um það sem bæta má og efla lífið, samfélag og menningu. Andleg heilsurcekt - andleg velferð Eg minni á áhersluþátt stefnumótunar kirkjunnar í ár, sem er samstarf. Þar em margir sem hafa gott og uppbyggilegt fram að færa. Við eigum að leita samstarfs við þá og allt góðviljað fólk og alla þá góðu krafta sem vilja vinna að mótun hins góða lífs, hins góða samfélags í landinu okkar. Kirkjan hefur þar nokkuð fram að færa sem er einstætt og ómetanlegt og enginn annar hefur upp á að bjóða: Fagnaðarerindið um náð Guðs í Jesú Kristi og atferli og iðkun sem greiðir því veg og framar öðm stuðlar að andlegri velferð, andlegri lýðheilsu, andlegri heilsurækt. Helgidómamir kringum landið em þjóðargersemar. Okkur er falið það ábyrgðarhlutverk af hálfu þjóðarinnar að gæta þeirra gersema. En ekki sem safnahúsa og minningavarða um veröld sem var, heldur sem lifandi helgidóma. Hvemig tekst okkur að halda við þeirri iðkun og uppeldi sem að því stuðlar? Sóknarkirkjumar eru andlegar heilsugæslustöðvar, andlegar lýðheilsustöðvar, þar sem boðið er upp á andlega heilsurækt. Það er bæn og iðkun kirkjunnar, við líknandi, græðandi, læknandi heilsubmnna orðsins og sakramentanna, kærleika og mannúðar, og holl leiðsögn á lífsins vegi. Andleg velferð er hugtak sem mikilvægt er að koma á dagskrá andspænis þeirri einhliða áherslu sem gjama er í stjómmálum og almennri umræðu á efnislegum gæðum. Andleg velferð er gmnnur hinnar efnislegu. Andleg velferð stuðlar að aukinni innsýn landsmanna í list og menningu, bókmenntir, sögu, - og ekki síst trú. Skólakerfið, fullorðinsfræðslan, listir og menningarstarf hvers konar, safnamenningin í landinu, hlutverk fjölmiðla að upplýsa og miðla menningararfmum, sögustaðimir, hefðimar, hátíðimar, sagnasjóðurinn. Þetta þarf allt að efla með markvissum aðgerðum. Það þarf pólitíska stýringu til, íjármagn til að greiða þeim hlutum veg í umhverfi þar sem allt er vegið og metið á kvarða virkni og framleiðni og ávöxmn, og þar sem flest snýst fremur um magn en gæði. En menningargildi og andleg verðmæti em verðmæti sem ekki verða gerð upp í krónum, jafnvel ekki evmm, en sem allt um það veitir ómetanlegri auðlegð inn í samfélagið. Það er menningarlegur og andlegur höfuðstóll og öflug orkulind og gróðavegur! A tímum sem sjá meiri fjármuni í umferð en nokkm sinni er mikilvægt að gefa gaum að þeim verðmætum sem dyljast í 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.