Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 10

Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 10
Gerðir Kirkjuþings 2007 menningarlegum og andlegum víddum. Við ættum sannarlega að hafa efni á að rækta og viðhalda andlegri velferð. Kirkjan á þama ekki lítinn hlut að máli. Nú er svo komið að Þjóðkirkjan verður fara að taka enn alvarlegar en nokkru sinni hlutverk sitt og skyldu að miðla arfmum til komandi kynslóða. Með auknum stuðningi við trúaruppeldi heimilanna, með aukinni áherslu á barnastarf og unglingastarf, og umfram allt í reglubundnu samfélagi helgihaldsins, samfundinum við heilagan, góðan Guð. Þar er til staðar samfélag, og öryggi og veganesti og leiðsögn. Bama- og æskulýðsstarf kirkjunnar og fermingar'störfin verða að komast ofar á forgangslista safnaðanna. Ég brýni það alvarlega fyrir ykkur, leiðtogar og forystumenn kirkjunnar að taka á því af alvöru. Að efla og nýta enn betur þau tækifæri sem við höfum til að koma grundvallaratriðum kristindómsins, trúai' og siðar, á framfæri við vaxandi kynslóðir. Að nesta þær til lífsferðar. Gefa þeim kost á að læra sögurnar, bænimar, sálmana, sem mynda gmnnstef trúai' og menningar og er leiðarþráðurinn trausti. „Heyr, himna smiður" Á næsta ári verða átta aldir liðnar frá dauða Kolbeins Tumasonar. Sálmur hans, „Heyr, himna smiður“ er elsti sálmur á Norðurlöndum, og einhver yndislegasti sálmur kirkjunnar. Við þurfum að minnast þess á næsta ári og minna á sálmasönginn og lyfta honum fram, finna leiðir til að vekja áhuga á þeim undursamlega fjársjóði sem við eigum í sálmaarfi kirkjunnar, og hvetja skáld samtímans til að leggja í þann sjóð. Á ferð okkar um Skaftafellsprófastsdæmi skoðuðum við hjónin Jöklasafnið á Höfn í Homafirði. Stórmerkilegt safn sem veitir fágæta innsýn í töfraheima jökulsins. Þar er til dæmis hægt að ganga inn í leikmynd sem er jökulsprungan. Þar er sögð sagan af ungum mönnum sem vom í eftirleit á Breiðamerkurjökli árið 1936 og urðu fyrir snjóflóði. Annar þeirra Sigurður Bjömsson, frá Kvískerjum, nítján ára að aldri, sat fastskorðaður í snjóflóðinu, 28 metra inn undir jöklinum, í á annan sólai'hring og hélt sér vakandi við að syngja sálma. Við fáum að heyra upptöku af sálmasöng hans þarna inni í sprungunni. Hann fannst af því að sálmasöngurinn barst til leitarmannanna. Kraftaverkasaga? Já, og vitnisburður um sálmaarfinn og veganestið sem sá arfur var fyrri kynslóðum. Hvað mun ipod kynslóðin hafa til að fai'a með í jökulsprungunum, snjóflóðunum, áföllum ævinnar? Það er gild spurning og áskorun til okkar að leggja orð á tungu og hjörtu sem bera uppi í einsemdinni, hörmunginni, áföllum, og í gleðinni og hamingjunni. Mörg eru verkefnin sem okkar bíða, góðu systkin. Göngum til þeiina með gleði, og vitund um þann góða Guð sem kallað hefur okkur til starfa. Og segjum með Hallgrími: „Verkin mín, Drottinn, þóknist þér, þau láttu allvel takast mér, ávaxtarsöm sé iðjan mín, yfir mér hvíli blessun þín.“ Amen. Göngum nú með gleði til góðra verka á Kirkjuþingi. Friður Guðs sé með oss öllum. 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.