Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 19

Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 19
Gerðir Kirkjuþings 2007 1. mál - Skýrsla Kirkjuráðs Flutt af Kirkjuráði Frsm. Karl Sigurbjörnsson I. Inngangur Nýtt Kirkjuráð var kjörið á Kirkjuþingi 2006, en kosið var til Kirkjuþings á fyrri hluta árs 2006. Kosið var eftir nýjum starfsreglum um kjör til Kirkjuþings þar sem fulltrúum var m.a. fjölgað úr 21 í 29 manns, 17 leikmenn og 12 vígðir þjónar. Forseti Kirkjuþings til næstu fjögurra ára var kjörinn Pétur Kr. Hafstein, fyrrv. hæstaréttardómari. Nánar er fjallað um störf Kirkjuþings í kafla skýrslu þessarar um þingið. Forseti Kirkjuráðs er lögum samkvæmt Biskup íslands, Karl Sigurbjörnsson. Aðrir ráðsmenn voru endurkjörnir utan sr. Döllu Þórðardóttur, sem gaf ekki kost á sér til Kirkjuþings þegar kosið var til þingsins 2006. Sr. Kristján Bjömsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli, Kjalamessprófastsdæmi, var kjörinn í hennar stað. Kirkjuráð skipa því í dag auk Biskups Islands þau sr. Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, Rangárvallaprófastsdæmi, Jóhann E. Bjömsson, fyrrv. forstjóri, Reykjavík og Sigríður M. Jóhannsdóttir, hverfisstjóri heimaþjónustu Akureyrarbæjar, Akureyri. Framkvæmdastjóri Kirkjuráðs er Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur. Skýrsla þessi er með aðeins breyttri uppsetningu frá því sem verið hefur og er vonast til að framsetning sé gleggri og aðgengilegri fyrir kirkjuþingsfulltrúa. Kirkjuráð hefur ákveðið að leitast við að draga úr skjalaumfangi á Kirkjuþingi og verður meira gert af því að veita aðgang þeim þingfulltrúum sem það kjósa að skjölum á skrifstofu Kirkjuþings. H. Störf Kirkjuráðs Kirlcjuráðsfundir Kirkjuráð hefur haldið ellefu fundi frá setningu Kirkjuþings 2006. Fundimir vom yfirleitt haldnir á Biskupsstofu. Auk kirkjuráðsmanna og framkvæmdastjóra sitja fundi ráðsins, Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Biskupsstofu og Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari, sem ritar fundargerð. Forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein, hefur setið marga fundi Kirkjuráðs þegar fjallað er um Kirkjuþing, framkvæmd samþykkta þess og undirbúning. Forsætisnefnd Kirkjuþings, sem er skipuð forseta auk varaforseta þingsins, þeim Margréti Bjömsdóttur og Ásbimi Jónssyni, kom á fund Kirkjuráðs í nóvembermánuði 2006 þegar farið var yfir samþykktir Kirkjuþings 2006. Þann fund sátu einnig formenn fastanefnda Kirkjuþings þ.e. af hálfu allsheijamefndar sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, af hálfu fjárhagsnefndar, Einar Karl Haraldsson og af hálfu löggjafamefndar sr. Þorbjöm HJynur Ámason. Auk þess sám fundinn vígslubiskupamir sr. Sigurður Sigurðarson, Skálholti og sr. Jón A. Baldvinsson, Hólum. Hluti kirkjuráðsfundar í mars mánuði sl. var með próföstum á prófastafundi. Þáverandi stjóm Tónskólans, þ.e. sr. Jón Helgi Þórarinsson, formaður, Kári Þormar, organisti og Olöf Kolbrún Harðardóttir, söngkona svo og fyrrverandi skólastjóri, Kristinn Öm Kristinsson og núverandi skólastjóri, Bjöm Steinar Sólbergsson, komu á 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.