Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 20
Gerðir Kirkjuþings 2007
fund Kirkjuráðs í janúar 2007 til að ræða málefni Tónskólans. Hörður Áskelsson,
söngmálastjóri, var viðstaddur. Þá mættu Bjöm Steinar Sólbergsson og Hörður
Áskelsson aftur á fund ráðsins í júnímánuði. Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
kirkjunnar, Jónas Þórisson, kom á fund Kirkjuráðs í ágúst 2006 til að ræða málefni
Hjálparstarfsins og þakkaði m.a. sérstaklega fyrir stuðning Kirkjuþings og Kirkjuráðs
við starfsemi Hjálparstarfsins.
Árbók kirkjunnar
Skýrslur kirkjulegra stofnana og nefnda birtast í Árbók kirkjunnar sem nær yfir
tímabilið frá 1. júní 2006 til 31. maí 2007. Árbókin var send þingfulltrúum eftir að
hún kom út og geta þeir kynnt sér skýrslumar og annað ítarefni í henni.
Starfshópar Kirkjuráðs
Að afloknu Kirkjuþingi 2006 vom starfshópar Kirkjuráðs, sem veita ráðinu ráðgjöf og
leiðbeiningar við úrlausnir mála, skipaðir að nýju. I hverjum hópi er einn eða tveir
kirkjuráðsmenn, formaður samsvarandi þingnefndar Kirkjuþings og einn tilnefndur af
Biskupi íslands.
Fjármálahópur Kirkjuráðs sem tengist fjárhagsnefnd Kirkjuþings er skipaður
kirkjuráðsmönnunum sr. Halldóri Gunnarssyni og Jóhanni E. Bjömssyni, Einari Karli
Haraldssyni, formanni fjárhagsnefndar Kirkjuþings og fulltrúi Biskups íslands er
fjármálastjóri Biskupsstofu, Sigríður Dögg Geirsdóttir.
Fjármálahópurinn hefur að venju fjallað um fjármál kirkjunnar, einstakm
sókna og kirkjulegra stofnana. Hópurinn hefur lagt fram tillögur til Kirkjuráðs um
úrlausnir mála og unnið að málum samkvæmt samþykktum Kirkjuráðs.
Fjármálahópurinn hefur einnig farið yfir ársreikninga ársins 2006 fyrir Jöfnunarsjóð
sókna, Kirkjumálasjóð, Kristnisjóð, Kynningar-, útgáfu- og fræðslusjóðs og
Biskupsstofu. Enn fremur hefur hópurinn farið yfir fjárhagsáætlanir sömu aðila og
skilað Kirkjuráði áliti sínu. Þá undirbjó hópurinn m.a. úrlausnir Kirkjuráðs vegna
ábendinga sem fram komu í 2. máli Kirkjuþings 2006 og nánar er fjallað um í skýrslu
þessari síðar.
Kirkjustarfshópur Kirkjuráðs sem tengist allsherjamefnd Kirkjuþings er
skipaður kirkjuráðsmanninum Sigríði M. Jóhannsdóttur, formanni allsherjæmefndar
Kirkjuþings, sr. Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur formanni allsherjarnefndar
Kirkjuþings og fulltrúi Biskups íslands er verkefnisstjóri fræðslumála á Biskupsstofu
sr. Halldór Reynisson.
Kirkjustarfshópurinn hefur íjallað um tiltekin mál er varða hið almenna
kirkjustarf og fór m.a. yfir tillögur nefndar sem skipuð var til að semja tillögur að
starfsreglum um þjóðmálanefnd.
Lagahópur Kirkjuráðs er skipaður kirkjuráðsmanninum sr. Kristjáni
Bjömssyni, formanni löggjafamefndar Kirkjuþings sr. Þorbirni Hlyni Ámasyni og
fulltrúi Biskups íslands er framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Guðmundur Þór
Guðmundsson.
Lagahópurinn, ásamt forseta Kirkjuþings samdi skv. ákvörðun Kirkjuráðs,
þingsályktunartillögu að endurskoðun laga nr. 78/1997 um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar, 7. mál Kirkjuþings 2007, sjá umfjöllun síðar í skýrslu þessari.
Lagahópurinn vann tillögur að nauðsynlegum breytingum á starfsreglum vegna þeirna
breytinga sem urðu á þjóðkirkjulögunum, við gildistöku laga nr. 82/2007 sem breyttu
þeim lögum, einkum vegna þeirrar breytingar að Biskup Islands skipar nú alla presta
þjóðkirkjunnar í embætti. Sú breyting grundvallast á samþykktum Kirkjuþings 2006
um löggjafarmálefni, sbr. síðar í skýrslunni. Enn fremur fjallaði lagahópurinn ítarlega
18