Gerðir kirkjuþings - 2007, Side 21

Gerðir kirkjuþings - 2007, Side 21
Gerðir Kirkjuþings 2007 um fyrirkomulag aukaverka presta og greiðslur fyrir þau. Nánari grein er gerð fyrir því í kafla skýrslu þessarar um fjármál. Þá vann hópurinn tillögu að starfsreglum um málsmeðferð skv. 40. gr. þjóðkirkjulaga, 9. mál Kirkjuþings 2007, sbr. umfjöllun síðar í skýrslu þessari. Starfsmenn Hjá Kirkjuráði starfa Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir fulltrúi í hlutastarfi við ýmis skrifstofu- og ritarastörf, Höskuldur Sveinsson, arkitekt og Kristín Mjöll Kristinsdóttir, innanhúsarkitekt, við umsýslu prestssetra eftir 1. júní 2007, eins og nánar er skýrt í kafla skýrslu þessarar um lög og reglur. Kristín hefur einnig á hendi umsjón annarra fasteigna Kirkjumálasjóðs þ.e. Kirkjuhúsið Laugavegi 31, húsnæði Hjálparstarfs kirkjunnar, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og aðstöðu sérþjónustupresta að Háaleitisbraut 66 (Grensáskirkju) og Biskupsgarður að Bergstaðastræti 75. Allar framantaldar fasteignir eru í Reykjavík. Einnig sinnir Kristín vígslubiskupssetrinu að Hólum í Hjaltadal. Jóhannes Ingibjartsson, byggingatæknifræðingur, formaður bygginga- og listanefndar, starfar einnig hjá Kirkjuráði í hlutastarfi. Hann veitir sóknamefndum sem standa í verklegum framkvæmdum o.fl. aðstoð og ráðgjöf. Vísað er til umfjöllunar um breytta umsýslu fasteigna síðar í skýrslu þessari. Þá sinnir Magnhildur Sigurbjömsdóttir, viðskiptafræðingur, á Biskupsstofu, verkefnum fyrir Kirkjuráð samkvæmt samningi Kirkjuráðs og Biskupsstofu frá 2003, en um er að ræða fjármálaráðgjöf til sóknamefnda, auk þjónustu við undirbúning úthlutana úr Jöfnunarsjóði sókna. Þá hefur Sigurgeir Skúlason, landfræðingur, unnið áfram að því að afmarka lóðir fyrir kirkjur, kirkjugarða og prestssetur, en um samstarfsverkefni Kirkjuráðs og Kirkjugarðaráðs er að ræða. Skipan í nefndir Samkvæmt 11. gr. starfsreglna um Kirkjuráð nr. 817/2000, er meginreglan sú að Kirkjuráð skipar í þær nefndir sem ráðið skal skipa í, þrjá menn og þrjá til vara til fjögurra ára. Skal skipað frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör. Samkvæmt því bar að skipa í nefndirnar á þessu starfsári. Skipanir í nefndir vom sem hér greinir: - Launanefnd Þjóðkirkjunnar Kirkjuráð staðfesti “samþykktir fyrir launanefnd Þjóðkirkjunnar” og vom tveir fulltrúar til viðbótar hinum þremur skipaðir í nefndina. Nefndina skipuðu áður þau Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, Bjami Kr. Grímsson, kirkjuþingsfulltrúi og Jóhann E. Bjömsson, kirkjuráðsmaður. Samþykkt var að skipa einnig Birgi Amar, Ássókn í Reykjavík og Ásbjöm Jónsson, Utskálasókn, Kjalamesprófastsdæmi. - Stjóm Skálholtsútgáfunnar I samræmi við ákvæði skipulagsskrár Skálholtsútgáfunnar var samþykkt að skipa áfram sr. Halldór Reynisson til þriggja ára. Þá samþykkti Kirkjuráð að skipa sr. Bemharð Guðmundsson, fv. rektor Skálholtsskóla, í stað sr. Hreins Hjartarsonar, sem lést á árinu. Skipun sr. Bemharðs gildir í tvö ár þar sem það er sá tími sem sr. Hreinn átti eftir. - Bygginga- og listanefnd, sbr. starfsreglur um kirkjur og safnaðarheimili Ákveðið var að skipa áfram sömu menn og verið hafa í nefndinni, Jóhannes Ingibjartsson, sem formann, sr. Kristján Val Ingólfsson, lektor og Guðrúnu Jónsdóttur, arkitekt. Varamenn em hinir sömu og áður, þ.e. þau Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, og Andrés Narfi Andrésson, arkitekt. 19

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.