Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 26
Gerðir Kirkjuþings 2007
10. mál Kirkjuþings 2006. Starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir
Starfsreglur þessar voru birtar í B - deild stjómartíðinda og kynntar sóknum, prestum
og próföstum (héraðsnefndum) og stofnunum kirkjunnar og gefnar út í lagasafni á vef
kirkjunnar. Samþykkt starfsreglna þessara þótti að öðm leyti ekki kalla á sérstakar
aðgerðir af hálfu Kirkjuráðs.
11. mál Kirkjuþings 2006. Þingsályktun umfrumvarp til laga um breyting á lögum
um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36 4. maí 1993.
Ályktun Kirkjuþings um frumvarpið var send dóms- og kirkjumálaráðherra.
Frumvarpið hefur hins vegar ekki verið lagt fram í nkisstjóm.
12. mál Kirkjuþings 2006. Samkomulag íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar um
prestssetur og afhendingu þeirra til Þjóðkirkjunnar.
Fjármálaráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra vom kynntar samþykktir
Kirkjuþings sem samþykkti samninginn fyrir sitt leyti. Samningurinn fól í sér að
breyta þurfti kirkjulöggöfmni sem nánari grein er gerð fyrir síðar í skýrslu þessari.
13. mál Kirkjuþings 2006. Starfsreglur um Kirkjumálasjóð vegna rekstrar og
umsýslu prestsbústaða og prestssetursjarða (málið hét “Tillaga að starfsreglum um
prestssetrasjóð”)
Samþykkt starfsreglna þessara var eðlileg afleiðing af samþykkt samningsins í 12.
máli hér að framan. Það óvenjulega en þó eðlilega ákvæði var sett að gildistaka
starfsreglnanna skyldi verða þegar lög um breytingu á þjóðkirkjulögum sbr. 24. mál
öðluðust gildi. Hefði löggjafarvaldið ekki samþykkt frumvai-pið sem lög hefðu
starfsreglumar ekki öðlast gildi. Þau ákvæði laganna sem varða prestssetur tóku gildi
1. júní 2006 og þar með einnig starfsreglumar. Gerð er nánari grein fyrir þessu í
umfjöllun í skýrslunni um lög og reglur.
14. mál Kirkjuþings 2006. Frumvarp til laga um breytingu á þjóðkirkjulögunum
(skipun sóknarpresta)
Samþykkt Kirkjuþings var þegar í stað send dóms- og kirkjumálaráðherra, sbr. og 24.
mál. Sjá nánari umfjöllun um þetta í kaflanum um lög og reglur.
15. mál Kirkjuþings 2006. Stefna Þjóðkirkjunnar á sviði kœrleiksþjónustu og
hjálparstarfs
Kirkjuráð samþykkti nýlega að skipa starfshóp til að vinna að þessu máli: Sr. Guðný
Hallgrímsdóttir, sérþjónustuprestur fatlaðra, sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson,
sjúkrahúsprestur, sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur og kirkjuráðsmaður,
Ragnhildur Asgeirsdóttir, djákni, og sr. Svavar Stefánsson, sóknarprestur.
16. mál Kirkjuþings 2006. Fjölskyldustefna Þjóðkirkjunnar
Framkvæmd málsins er á hendi Biskups Islands. Stefnan hefur verið gefin út í
sérstöku hefti eins og aðrar stefnur sem Kirkjuþing hefur samþykkt. Hún verður send
út til allra sókna og presta.
17. mál Kirkjuþings 2006. Tilraunaverkefni um uppbyggingu og þróun
kœrleiksþjónustu sem lýtur að eftirfylgd í söfnuðum. Ályktun Kirkjuþings var
svohljóðandi:
24