Gerðir kirkjuþings - 2007, Side 30
Gerðir Kirkjuþings 2007
starfshætti málefna- og siðfræðiráðs Þjóðkirkjunnar. Með nefndinni störfuðu
starfsmenn Biskupsstofu, þau Steinunn Amþrúður Bjömsdóttir, Ámi Svanm
Daníelsson og séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir.
6. mál Kirkjuþings 2007. Tillaga að starfsreglum um breytingar á ýmsum
starfsreglum. Kirkjuráð flytur mál þetta sem er sett fram til að lagfæra ýmsa
tæknilega ágalla í starfsreglum Kirkjuþings m.a. vegna lagabreytinga sem átt hafa sér
stað á umliðnum árum, breytinga á starfsreglum svo og breytinga á stjómsýslu, sbr.
t.d. yfirtöku Kirkjumálasjóðs á verkefnum Kristnisjóðs. Lagt er til að þjóðmálanefnd
verði ein af fastanefndum kirkjunnar, enda verkefni nefndarinnar þýðingarmikil og í
eðli sínu ótímabundin.
7. mál Kirkjuþings 2007. Tillaga til þingsályktunar um skipun nefndar til að
endurskoða löggjöf um Þjóðkirkjuna.
Um næstu áramót eru tíu ár liðin frá gildistöku laga um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Þjóðkirkjan býr því að tíu ára reynslu af því
starfsumhverfi sem lögin sköpuðu henni á sínum tíma. Megintilgangur laganna á
sínum tíma var að auka sjálfstæði kirkjunnar og þær breytingar sem gerðai' hafa verið
á lögunum síðan hafa allar byggst á þeirri hugmyndafræði.
Þá er mikilvægt í þessu sambandi að samningum kirkju og ríkis um
kirkjujarðir og prestssetur er nýlokið. Þykir rétt á þessum tímamótum að fara yfir þá
reynslu sem fengist hefur á þessum tíu árum, meta stöðuna og kanna hvort eðlilegt
geti talist að endurskoða að nýju lagaramma Þjóðkirkjunnar. Er lagt til að Kirkjuþing
samþykki ályktun þess efnis að Kirkjuráði verði falið að skipa nefnd þriggja manna til
þessarar endurskoðunar.
8. mál Kirkjuþings 2007. Tillaga til þingsályktunar um Þjóðkirkjuna og staðfesta
samvist.
Biskup íslands leggur fram tillögu til þingsályktunai' þar sem lagt er til að Kirkjuþing
lýsir stuðningi við meginatriði ályktunar kenningarnefndar um Þjóðkirkjuna og
staðfesta samvist. Enn fremur að Þjóðkirkjan standi við hefðbundinn skilning á
hjónabandinu sem sáttmála karls og konu. Þá er enn fremur lagt til að ef lögum um
staðfesta samvist verður breytt í þá veru að prestar fái heimild til að staðfesta samvist
þá styðji Kirkjuþing það að prestum sem það kjósa verði það heimilt. Kirkjuþing leggi
áherslu á að þess verði gætt að um heimildarákvæði verði að ræða og að
samviskufrelsi presta í þessum efnum verði virt.
Mál þetta var til umfjöllunar á Leikmannastefnu og Prestastefnu fyrr á þessu
ári. Leikmannastefna samþykkti ályktun sem fylgir skýrslu þessari. Prestastefna
samþykkti einni meginatriði framangreindrar ályktunar kenningarnefndar.
9. mál Kirkjuþings 2007. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um
sóknarnefndir nr. 732/1998 o.fl.
í 40. gr. þjóðkirkjulaga nr. 78/1997 er að finna ákvæði sem veitir söfnuði rétt til að
óska þess að embætti sóknarprests eða prests verði auglýst að liðnum fimm ára
skipunartíma. Málsmeðferð er nokkuð flókin og margir aðilar sem koma að úrlausn
um slíka ósk. Reynt hefur á þetta ákvæði einu sinni og hefur því fengist reynsla af því
hver málsmeðferð skuli vera á grundvelli ákvæðisins og óskráðra meginreglna
stjómsýsluréttar. Eðlilegt þykir að setja efnisreglur um málsmeðferðina. Er þá einkum
miðað að því að reglur um það ferli sem fram fer í tilvikum sem þessum séu Ijósai'
öllum hlutaðeigandi. I meginatriðum eru reglurnar raunverulega skrásetning þeirra
28