Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 35

Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 35
Gerðir Kirkjuþings 2007 ríkisins nemur sex millj. kr. á ári í átta ár. Fjármögnun fyrir um 100 millj. kr. er því tryggð. Stjóm Skálholts hefur unnið að þessu verkefni og hefur Manfreð Vilhjálmsson arkitekt verið fenginn til að hanna mannvirkið en hann er arkitekt Skálholtsskóla. Megináherslur sem stjóm Skálholts vinnur eftir er að nýta þau tækifæri sem felast í ijölda gesta og auka þjónustu við þá með því að reisa móttöku- og sýningarsal, sem yrði jöfnum höndum notaður til ráðstefnu- og fundarhalda. Þá er verið að bæta aðgengi að bókakosti Skálholts með byggingu bókhlöðu ásamt vinnuaðstöðu fyrir fræðimenn og starfsmenn og tilheyrandi geymslum, en gert er ráð fyrir að í nýrri bókhlöðu verði hægt að varðveita um 20.000 bindi. Þá er gert ráð fýrir að sýningar-, fundar- og ráðstefnusalur með tilheyrandi geymslum og anddyri sé um 430 fm., bókhlaða ásamt forrými og geymslum um 350 fm. og fordyri að kennslustofu 20 fm. Heildarrými nettó er því um 800. Heildarkostnaður verkefnis er áætlaður um 260 millj. kr. með búnaði. Rekstrarkostnaður byggingarinnar þ.m.t. þeirrar nýju starfsemi sem fýrirhuguð er, er áætlaður rúmar 31 millj. kr. á ári. Rekstrartekjur vegna aðgöngumiða og minjagripasölu er áætlaður um 32 millj. kr. Unnið hefur verið tillaga að deiliskipulagi fyrir sumarhúsabyggð á Borgarhólum í landi Skálholts. Gert er ráð fýrir um 100 lóðum og er hún til meðferðar hjá skipulagsyfrrvöldum. Verði tillagan samþykkt mun Kirkjuráð taka ákvörðun um frekari framgang málsins, þ.e. hvort lóðir verði boðnar til leigu og þá með hvaða skilmálum. Kirkjuráð telur rétt að Kirkjuþing fjalli um þessi stóru verkefni og að afstaða þingsins komi fram í ályktun um skýrslu þessa. Húsnæðismál Hjálparstarfs kirkjunnar Kirkjuráð ákvað í byijun árs 2007 að selja fasteignina að Vatnsstíg 3a, Reykjavík, 1. hæð og kjallara í norðurenda, en Hjálparstarf kirkjunnar hafði áður verið þar til húsa. Hefur fasteignin verið afhent nýjum eiganda. Jafnframt flutti Hjálparstarfið í nýtt húsnæði á jarðhæð Grensáskirkju, sem er í eigu Kirkjumálasjóðs. Er húsnæðið miklu rúmbetra og henmgra fyrir stofnunina og skjólstæðinga hennar en fyrra húsnæði. Grafarholtskirkja, Reykjavíkurprófastsdœmi eystra Kirkjuráð ákvað á sínum tíma að styðja myndarlega við hinn unga Grafarholtssöfnuð í Reykjavík til að reisa nýja kirkju. Var þá haft í huga að kirkjubygging kæmi nægilega tímanlega í hverfið til að fylgja íbúum þess frá upphafi eða því sem næst. Söfnuðurinn ákvað að bjóða út verkið í svokölluðu alútboði þar sem fjárhagsramminn er skilgreindur fyrirfram og hönnun skal vera innifalin - allt á grundvelli vandaðrar þarfagreiningar. Var gert ráð fyrir byggingu sem er um 700 fm. og kosti um 200 millj. kr. Nokkur tilboð bárust og hefur þegar verið gengið frá samningum við einn bjóðenda. Kirkjuráð telur áhugavert að sjá hvernig þessi tilraun tekst til. Þinglýsingar eignarheimilda Þjóðkirkjunnar yfir prestssetrum Með fyrrgreindu samkomulagi milli ríkis og kirkju um prestssetur og afhendingu þeirra til Þjóðkirkjunnar, frá 20. október 2006, sbr. lög nr. 82/2007 um breyting á lögum um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, var eignarréttur Þjóðkirkjunni á þeim prestssetmm sem þar greinir staðfestur og afhenti íslenska ríkið eignimar til fullra yfirráða ásamt þeim réttindum, skyldum og/eða kvöðum sem þeim fylgja. Staða mála hefur verið sú að prestssetur em mörg hver þinglesin eign ríkissjóðs eða fjársýslu ríkisins en í umsjón Prestssetrasjóðs skv. lögum nr. 137/1993. Síðastnefndu lögin féllu brott við gildistöku laga nr. 82/2007 þ.e. hinn 1. júní 2007, 33

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.