Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 37

Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 37
Gerðir Kirkjuþings 2007 Gengið var frá endurráðningu organista, Hilmars Amars Agnarssonar, með nýjum starfssamningi og breyttri starfslýsingu. Hann tekur nú beinan þátt í dagskrá sem er á staðnum, mótum og námskeiðum. Teknir hafa verið upp fastir vikulegir samráðsfundir vígslubiskups, sóknarprests, rektors, framkvæmdastjóra og organista þar sem allt starfið á staðnum er skipulagt frá degi til dags og hefur það gefist vel. Tónskóli Þjóðkirkjunnar Eins og áður hefur komið fram hafa málefni Tónskóla Þjóðkirkjunnar verið nokkuð til umfjöllunar hjá Kirkjuráði. Ný stjóm var kjörin í sumar og nýr skólastjóri tók við haustið 2006. Unnið hefur verið skv. stefnumörkun sem fyrri stjóm skólans mótaði og kynnti fýrir Kirkjuráði í júnímánuði 2006. Námsskrá skólans er tvískipt, kirkjuorganistapróf ( þarfir minni kirkna) og kantorspróf (þarfir stærri kirkna), auk annarra minni þátta. Kantorsnám er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stjómin hefur rætt við ýmsa aðila um samstarf og annað þ. á m. menntamálaráðuneytið, Listaháskólann, Tónlistarskóla Reykjavíkur, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Skálholtsskóla o.fl. Tónlistardeild Listaháskólans mun þegar í vetur bjóða upp á nám á kirkjutónlistarbraut (90 e) í nánu samstarfi við Tónskólann sem áfram mun sinna kennslu í öllum helstu sérgreinum kirkjutónlistar. Þar með verður organistanám viðurkennt sem nám á háskólastigi. Þeir sem kjósa geta haldið áfram námi við erlenda Tónlistarháskóla, en uppbygging námsins á íslandi mun taka mið af sambærilegu námi við Tónlistarháskóla á Norðurlöndunum. YI. Önnur mál Vegna breyttar framsetningar skýrslu þessarar er búið að greina frá flestum þeirra mála sem venjulega hefðu komið undir þessum kafla. Kirkjuráð telur rétt að vekja sérstaka athygli á því að í ár eru 75 ár liðin frá stofnun Kirkjuráðs og á næsta ári 50 ár frá stofnun Kirkjuþings. Gert er ráð fýrir að þessara tímamóta verði minnst með viðeigandi hætti. A septemberfundi Kirkjuráðs samþykkti ráðið eftirfarandi: “Þjóðkirkjan beiti sérfyrir undirbúningi að stofnun trííarbragða- og friðarstofnunar á Keflavíkurflugvelli. Rætt verði við guðfræðideild HI, rektor H1 og fleiri sem hugsanlega verði aðilar að stofnuninni. Þá verði rætt við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem hefur umsjón með byggingum á svæðinu um hugsanleg kaup á kapellunni sem er á fyrrum vamarsvæði. Málið verði kynnt í skýrslu Kirkjuráðs á Kirkjuþingi 2007 ogfer umframhald þess eftir viðbrögðum þingsins”. Kirkjuráð telur æskilegt að Kirkjuþing fjalli um framangreindar fyrirætlanir og tjái sig um þær. Með skýrslu þessari fylgir yfirlit þar sem fram koma hugmyndir um starfsemi stofnunarinnar. Kirkjuráð hefur rætt hugmyndir um þróun þess starfs sem starfshópar ráðsins inna af hendi og verður þeirri vinnu fram haldið. VII. Lokaorð Kirkjuráð fjallaði um ýmis önnur mál sem unnt er að lesa um í fundargerðum ráðsins á heimasíðu kirkjunnar. Einnig skal vísað til greinargerðar framkvæmdastjóra Kirkjuráðs í Árbók kirkjunnar 2006. Þá fylgja skýrslu þessari gögn til frekari skýringar. Skýrsla stjómar Prestssetrasjóðs fylgir nú þessari skýrslu vegna þeirra breytinga sem skýrðar hafa verið hér að framan. Eins og fyrr greinir fylgir áfangaskýrsla nefndar sem skipuð var um árangursmat og enn fremur skýrsla nefndar sem fjallaði um þjónusm kirkjunnar. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.