Gerðir kirkjuþings - 2007, Side 38
Gerðir Kirkjuþings 2007
Nefndarálit
Á fund allsherjamefndar komu Guðmundur Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri
Kirkjuráðs, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup, sr. Svavar Stefánsson
sóknarprestur, sr. Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur og sr. Þorvaldur Karl Helgason
biskupsritari.
Allsherjarnefnd þakkar breytta uppsetningu á skýrslunni þar sem framsetning
hennar er gleggri og aðgengilegri fyrir kirkjuþingsfulltrúa en áður. Ljóst er að mikil
vinna Kirkjuráðs og starfsmanna þess liggur að baki skýrslunni og endurspeglai' það
mikla starf sem fram fer í Þjóðkirkjunni.
Allsherjarnefnd lýsir ánægju með Árbók kirkjunnar 2006. Gefur hún
greinargott yfrrlit um fjölþætt starf Þjóðkirkjunnar heima og erlendis. Árbókin er
mikilvæg handbók um starf kirkjunnar og hvetur nefndin sóknamefndir og staifsfólk
til að nýta sér hana. Miklu skiptir að allir taki höndum saman um kynningu á starfi
kirkjunnar.
í ræðu sinni fagnaði biskup íslands þeim tímamótaviðburði að út er komin ný
þýðing Biblíunnar. Allsherjarnefnd tekur undir orð biskups um að útgáfa Biblíu 21.
aldarinnar er áskomn fyrir hirða, kennimenn og sóknir kirkjunnar að nýta þau tækifæri
sem þar gefast. Biblíuútgáfan er líka hvatning til okkar allra á vettvangi kirkjunnar að
sækja fram fyrir hönd íslenskrar tungu.
Biskup ræddi um kirkjulöggjöfina 1907 sem markaði djúp spor í sögu og
þróun kirkjunnar á 20. öld og hefur mótað lagaumgjörð kirkjunnar til þessa dags. I ár
eru 75 ár liðin frá því að Kirkjuráð tók til starfa og á næsta ári em 50 ár frá stofnun
Kirkjuþings. Allsherjarnefnd tekur undir að ástæða er til að minnast allra þessai'a
tímamóta.
Allsherjarnefnd er sammála orðum biskups um að Þjóðkirkjan verði að rækja
alvarlegar en nokkru sinni fyrr hlutverk sitt og skyldu að miðla trúararfinum til
komandi kynslóða.
Á næsta ári verða átta aldir liðnar frá dauða sálmaskáldsins Kolbeins
Tumasonar, sem orti elsta sálm Norðurlanda „Heyr himnasmiður“. Allsherjamefnd
tekur undir orð biskups að minnast þurfi þessa með því að vekja áhuga á sálmasöng
og hvetja til nýsköpunar í sálmagerð.
Allsherjarnefnd tekur undir orð forseta Kirkjuþings um að Þjóðkirkjan sé
sjálfstæð stofnun, sjálfstæður réttaraðili sem ber réttindi og skyldur að lögum, en ekki
rílciskirkja eins og á stundum er haldið fram í fjölmiðlum.
Allsherjarnefnd minnir á orð forseta að mikilvægt sé að ná sátt um samvist
einstaklinga af sama kyni og aðkomu Þjóðkirkjunnar og tekur undir þau orð að: „I
sáttargjörð felst það vitaskuld að hvor aðili er fullsæmdur af sínum hlut, þótt hann fái
ekki öllu sínu framgengt.“
Þá tekur allsherjamefnd undir orð forseta Kirkjuþings að samskilningur þurfi
að vera milli ríkis og kirkju í þessu viðkvæma máli og að Þjóðkirkjan verði vegna
stöðu sinnar í samfélaginu og samkvæmt stjórnarskrá að hafa forgöngu um að svo
megi verða.
Bjöm Bjamason, dóms- og kirkjumálaráðherra, fagnaði þeimi tillögu sem
liggur fyrir Kirkjuþingi um að skipuð verði nefnd til að endurskoða löggjöf um
Þjóðkirkjuna frá 1997. Allsherjarnefnd bendir á þau orð kirkjumálaráðherra að það sé
rökrétt þróun í samskiptum ríkis og kirkju að enn sé skerpt á sjálfstæði kirkjunnar með
hugsanlegri breytingu á stöðu hennar innan stjórnarráðsins.
Þann 20. október 2006 var gert samkomulag milli ríkis og Þjóðkirkju um
prestssetur og afhendingu þeirra til Þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing 2006 samþykkti
36