Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 52

Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 52
Gerðir Kirkjuþings 2007 6. mál - Starfsreglur um breyting á ýmsum starfsreglum Flutt af Kirkjuráði Frsm. Guðmundur Þór Guðmundsson Starfsreglur um úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd Þjóðkirkjunnar nr. 730/1998 1. gr. Starfsreglur um úrskurðamefnd og áfrýjunamefnd Þjóðkii'kjunnar nr. 730/1998 breytast svo: 19. gr. orðast svo: Málsaðilar bera sjálfir kostnað sinn vegna meðferðar máls fyrir úrskurðamefnd. Kirkjumálasjóður greiðir að jafnaði kostnað við störf úrskurðamefndar, sbr. 35. gr. Heimilt er þó nefndinni að ákveða að annar eða báðir málsaðilar greiði kostnaðinn. 34. gr. orðast svo: Málsaðilar greiða að jafnaði allan kostnað við störf áfrýjunamefndar. Nefndin getur þó ákveðið að fella málskostnaðinn að hluta til eða öllu leyti á annan málsaðila. Ef telja má sanngjamt og eðlilegt, eða þyki hagsmunir þeir sem til úrlausnar em svo mikilvægir eða hafa umtalsverða almenna þýðingu að mati áfrýjunamefndar, getur nefndin ákveðið að kirkjumálasjóður greiði allan málskostnað. í 35. gr. falla brott orðin “kjör til kirkjuþings”. Starfsreglur um sóknarnefndir nr. 732/1998 2. gr. Starfsreglur um sóknarnefndir nr. 732/1998 breytast svo: 5. tl. 3. mgr. 3. gr. orðast svo: Að sjá til þess að skráðir kirkjugripir og minningamörk séu verndaðir skv. ákvæðum þjóðminjalaga. Starfsreglur mn presta nr.735/1998 3. gr. Starfsreglur um presta nr. 735/1998 breytast svo: I 25. gr. falla brott orðin “og þingsköp”. 31. gr. orðast svo: Biskup skipar í embætti héraðsprests að fenginni umsögn héraðsnefndar um hæfni umsækjenda. Við mat á hæfni umsækjenda skal nefndin hafa til hliðsjónar ákvæði um val á prestum í starfsreglum um presta. Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar nr. 739/1998 4. gr. Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar nr. 739/1998 breytast svo: 5. gr. orðast svo: Talsmaður, að jafnaði kona, skal uppfylla eftirtalin skilyrði: hafa reynslu af því að vinna með þolendum kynferðisbrota- hafa háskólamenntun sem getur nýst við verkefnið, s.s. djáknanám, félagsráðgjöf, guðfræði, hjúkxunarfræði, læknisfræði, lögfræði eða sálfræði hafa hlotið þjálfun á vegum kirkjunnar, sbr. 3.gr. Æskilegt er að talsmaður gegni ekki öðrum störfum innan kirkjunnar. Heimilt er biskupi að víkja frá ofangreindum skilyrðum ef ógerlegt reynist að uppfylla þau. í 1. mgr. 9. gr. komi í stað “Kristnisjóði” orðið kirkjumálasjóði og í 2. mgr. 9. gr. komi í stað “Kristnisjóð” orðið kirkjumálasjóð. 50

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.