Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 57
Gerðir Kirkjuþings 2007
9. mál - Starfsreglur um breyting á starfsreglum um sóknarnefndir nr.
732/1998, starfsreglum um presta nr. 735/1998 o.fl.
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Kristján Bjömsson
Starfsreglur um breyting á starfsreglum um sóknamefndir nr. 732/1998, starfsreglum
um presta nr. 735/1998 og starfsreglum um úrskurðamefnd og áfrýjunamefnd
þjóðkirkjunnar nr. 730/1998.
I. Breytingar á starfsreglum um sóknarnefndir nr. 732/1998
1. gr.
19. gr. í starfsreglum um sóknamefndir nr. 732/1998 falli brott. í hennar stað komi ný
19. gr. sem orðist svo: Komi fram skrifleg og rökstudd tillaga í söfnuði, um að
embætti sóknarprests eða prests skuli auglýst laust til umsóknar, á gmndvelli 40. gr.
laga um stöðu, stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, skal hún berast
prófasti. Prófastur kynnir presti tillöguna og rökstuðning með henni. Hann ræðir síðan
við málsaðila og kannar möguleika á sáttum, ef því er að skipta. Náist ekki sættir gerir
prófasmr sóknamefnd viðvart og boðar hún til almenns safnaðarfundar, þar sem
tillagan er tekin til afgreiðslu. Boða skal safnaðarfundinn með sama hætti og
aðalsafnaðarfund sóknarinnar. í fundarboði skal greina dagskrá og hvar nálgast megi
tillöguna, Nægilegt er að tillagan og rökstuðningur með henni sé aðgengileg hjá
prófasti eða biskupsstofu, a.m.k.viku fyrir fund. Á safnaðarfundinum skal presti
gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna og leggja fram skriflega greinargerð. Presturinn
víkur að því búnu af fundi, nema fundurinn ákveði annað. Að loknum umræðum em
greidd atkvæði um tillöguna og sendir sóknamefnd niðurstöðuna til Biskups Islands
með öðmm gögnum málsins, hafi tillagan verið samþykkt með meirihluta greiddra
atkvæða, en ella fellur málið niður.
Fyrirsögn ákvæðisins verði: Auglýsing embættis sóknarprests eða prests við lok
skipunartíma í embœttið.
H. Breytingar á starfsreglum um úrskurðarnefnd nr. 730/1998:
2. gr.
36. gr. starfsreglnanna orðist svo: Berist úrskurðamefnd erindi frá Biskupi Islands
með afgreiðslu og samþykkt safnaðarfundar á tillögu um að prestsembætti skuli
auglýst, sbr. 40. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997,
skal nefndin, á gmndvelli gagna frá framangreindum safnaðarfundi, veita álit sitt á því
hvort auglýsa skuli embættið eða ekki. Urskurðamefnd skilar áliti sínu til Biskups
íslands. Ekki er unnt að skjóta áliti úrskurðamefndar til áfrýjunarnefndar
Þjóðkirkjunnar.
3. gr.
Núverandi 36. gr. verði 37. gr.
HI. Breytingar á starfsreglum um presta nr 735/1998:
4. gr.
Við 19. gr. bætist ný málsgr. svohljóðandi: Valnefndir em kjörmenn í skilningi 40. gr.
Þjóðkirkjulaga nr.78/1997. Hafi safnaðarfundur afgreitt og samþykkt tillögu um að
embætti sóknarprests eða prests í prestakalli því er sóknin tilheyrir skuli auglýst og
55