Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 65

Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 65
Gerðir Kirkjuþings 2007 Samningar um leigu eða önnur afnot af prestssetri til lengri tíma en fimm ára skulu jafnan háðir samþykki Kirkjuráðs. 6. gr. Stjóm prestssetra gerir fjárhagsáætlun fyrir hvert almannaksár í senn og leggur hana fyrir Kirkjuráð til samþykktar. Stjóm prestssetra er heimilt að samþykkja eftirfarandi útgjöld vegna prestssetra skv. fjárhagsramma sem Kirkjuráði setur fyrir hvert almanaksár í senn: Viðhald prestssetra. Lögboðnar vátryggingar prestssetra. Fasteignagjöld prestssetra. Leigu fasteignar sem prestsseturs. Annan rekstur prestssetranna sem greiðist ekki af presti. Rekstur og umsýslu málaflokksins. 7. gr. Tekjur Kirkjumálasjóðs af prestssetmm em sem hér segir: a. Leigutekjur af prestssetrum. b. Álag greitt af presti við úttekt samkvæmt lögbundinni úttekt við ábúðarlok hans ef því er að skipta. c. Hreinar tekjur af hlunnindum viðkomandi prestsseturs, sem samkomulag er gert um. d. Aðrar tekjur. m. Kafli Prestssetiir 8. gr. Prestur er vörslumaður prestsseturs og ber ábyrgð á því ásamt stjóm prestssetra. 9. gr. Kirkjumálasjóður greiðir kostnað vegna prestsseturs, svo sem vegna nýframkvæmda, endurbóta og annan tilfallandi kostnað við prestssetrið, annan en þann sem prestur greiðir. 10. gr. Prestur hefur öll lögmæt og eðlileg afnot prestsseturs, meðan hann gegnir prestsembætti. Prestur hefur umsjón með og nýtur arðs af prestssetri samkvæmt samkomulagi við stjóm prestssetra. Prestur getur eigi ráðstafað prestssetri eða réttindum sem því tengjast, þannig að það bindi stjómina og/eða þannig að ráðstöfun gildi lengur en hann gegnir embætti sínu, án samþykkis stjómar og lögmæltra aðilja hverju sinni. Prestur getur ekki, án samþykkis stjómar prestssetra, ráðstafað prestssetri nema í samræmi við eðlileg og hefðbundin not þess. Alla samninga, sem fela í sér varanlega skerðingu eða breytingu á prestssetri, ásýnd þess - eða viðbætur við prestssetrið - gerir stjóm prestssetra, svo og löggeminga vegna réttinda sem undanskilin kunna að vera afnotarétti prests. Eignir og réttindi sem fylgja prestssetrum, en prestur óskar eftir að undanskilja afnotarétti sínum eða þau sem tilgreind em með ákveðnum hætti að séu ekki inni í gmnni til leigu, em í höndum stjómar prestssetra. 63

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.