Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 79

Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 79
Gerðir Kirkjuþings 2007 kristinnar trúar fái meira vægi í þjóðfélagsumræðu en verið hefur undanfarin ár. Nefndinni er ætlað að vera biskupi íslands, Kirkjuráði og Kirkjuþingi til ráðgjafar um samfélagsleg mál og siðferðileg álitaefni auk þess að stuðla að aukinni umræðu í þjóðfélaginu út frá kristnum grunngildum og styrkja faglegan grunn fyrir þá umræðu. Sérstaklega verður að ætla, að Kirkjuþing verði fyrir bragðið betur í stakk búið en áður til að taka til umræðu og úrlausnar brýn málefni í samfélaginu, er varða siðfræði og trúarvitund Islendinga. Hið jákvæða ráði hugsun og orðum Þá vil ég fagna sérstaklega þeirri skynsamlegu niðurstöðu, sem Kirkjuþing hefur komist að um hlut Þjóðkirkjunnar að staðfestri samvist tveggja einstaklinga af sama kyni, veiti löggjafinn trúfélögum eða starfsmönnum þeirra slíka vígsluheimild. Við setningu Kirkjuþings lagði ég ríka áherslu á, að þingið yrði við þessar aðstæður að bregðast við af yfirvegun og skynsemi og leita þeirrar sáttar, sem hver um sig gæti verið fullsæmdur af, þótt hann fengi ekki öllu sínu framgengt. Mér er ljóst, að kirkjuþingsfulltrúar hafa lagt sig mjög fram um að ná heilum sáttum í viðkvæmu deilumáli, þar sem Þjóðkirkjan hefur ómaklega verið sökuð um fordóma. Hitt er sönnu nær, að með niðurstöðu sinni í dag hefur Kirkjuþing sýnt í verki, eins og frekast var kostur, að Þjóðkirkjan metur samkynhneigða að sjálfsögðu jafnt og aðra einstaklinga og vill réttarstöðu þeirra sem besta, þótt skiptar skoðanir kunni að vera um notkun orða og hugtaka. Kirkjan er nú opin fyrir þeirri leið, að samkynhneigðir geti, rétt eins og aðrir, leitað til hennar og fengið þar staðfestingu vígslumanna á ætlun sinni um samneyti og trúfesti og um leið þau borgaralegu réttindi, sem slíkri ákvörðun fylgja. Það er hinn stóri sannleikur, sem við blasir. Ég brýni kirkjuþingsfulltrúa og reyndar ekki síður alla presta Þjóðkirkjunnar, hvar í sveit sem þeir eru settir, til að láta hið jákvæða við þessa ákvörðun ráða hugsun sinni og orðum og minnast þess jafnan í starfi sínu fyrir kirkju og kristni, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Góðir þingfulltrúar. Við lok Kirkjuþings vil ég þakka ykkur öllum ánægjulegar samverustundir á þessu þingi og umfram allt vönduð vinnubrögð og málefnalegar umræður. Störf þingsins gefa vissulega fyrirheit um gjöfult starf Þjóðkirkjunnar en til þess að svo megi reynast þurfum við öll að fylgja þeim eftir af atorku og áhuga. Ég þakka öllu starfsfólki þingsins ómetanlegt framlag, bæði þessa þingdaga og ekki síður allt starf í undirbúningi og aðdraganda þingsins. Sóknarpresturinn í Grensáskirkju og allt það góða starfsfólk, sem hefur leitast við að létta okkur lundina og störfin þessa þingdaga með hlýlegu viðmóti og höfðinglegum veitingum, á miklar þakkir skildar. Ég óska öllum kirkjuþingsmönnum og starfsmönnum þingsins góðrar heimferðar og heimkomu og hlakka til frekara samstarfs og endurfunda við skyldustörf fyrir Þjóðkirkjuna. Hafið öll heila þökk og gangi nú hver til sinna verka, sem við taka eftir rúmhelga önn þessara þingdaga hér í Grensáskirkju. Kirkjuþingi 2007 er slitið. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.