Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 4

Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 4
INNGANGUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 4 atburðir raska verulega jafnvægi í þjóðarbúskapnum, eins og uppbygging áliðnaðarins og kerfisbreytingar á fjármálakerfinu um þessar mundir, er ógerlegt að fínstilla aðgerðir í peningamálum svo vel að koma megi í veg fyrir sveiflur eða tímabundna erfiðleika í atvinnu- lífinu. Mikilvægast er að beitt sé eins faglegum og kerfisbundnum að- ferðum og frekast er kostur til að meta verðbólguhorfur og að Seðlabankinn missi ekki sjónar á langtímamarkmiði sínu um stöðugt verðlag. Framkvæmd framsýnnar peningastefnu er venju fremur vandasöm um þessar mundir. Vandinn felst ekki síst í því að þegar ójafnvægi myndast í þjóðarbúskapnum og ýmsar hagstærðir víkja langt frá því sem ætla má að samrýmist langtímajafnvægi ræðst fram- vindan mjög af því hvenær og hversu hröð aðlögun að langtímajafn- vægi verður. Þetta á meðal annars við um eignaverð, gengi krónunnar og viðskiptahalla. Afar erfitt er hins vegar að tímasetja hvenær og við hvaða skilyrði óhjákvæmileg aðlögun muni eiga sér stað. Eignaverð og gengi krónunnar virðist nú hærra og viðskiptahalli og útlánavöxtur meiri en staðist fær til lengdar, jafnvel að teknu tilliti til fjárfestingar í ál- og orkuverum. Til langs tíma litið virðist einsýnt að fasteignaverð muni lækka, a.m.k. að raungildi, gengi krónunnar lækka og viðskiptahallinn minnka. Slík aðlögun mun hafa umtalsverð áhrif á hagvöxt og verðlag. Hugsanlegt er að fyrirsjáanlegur samdrátt- ur fjárfestingar kalli fram víðtæka aðlögun í þjóðarbúskapnum eftir tvö til þrjú ár, þótt ekki sé víst að hún verði eins hröð og stundum hefur verið haldið fram í opinberri umræðu. Aðhaldssöm peninga- stefna nú getur stuðlað að mildari aðlögun síðar með því að draga tímanlega úr umsvifum í efnahagslífinu. Nokkuð virðist enn ógert í þeim efnum. Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur frá og með 7. júní. Frekari að- haldsaðgerða kann að vera þörf til þess að halda verðbólgu í skefjum og mun Seðlabankinn sem fyrr fylgjast náið með framvindu hagvísa til þess að meta þörfina fyrir frekari aðgerðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.