Peningamál - 01.06.2005, Page 8

Peningamál - 01.06.2005, Page 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 8 II Ytri skilyrði Horfur um ytri skilyrði eru ívið lakari nú en í mars. Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hefur dvínað nokkuð og hagvaxtarhorfur versnað, verðlag útfluttra sjávarafurða hefur lækkað lítillega, en er þó töluvert hærra en á sama tíma fyrir ári, og aflahorfur eru aðeins lakari. Útflutn- ingsspáin hefur því verið endurskoðuð aðeins niður á við, bæði í ár og á næsta ári. Hagvaxtarhorfur í þróuðum löndum heims heldur lakari en áfram mikill vöxtur í Kína Hagvaxtarhorfur í helstu löndum heims hafa versnað á undanförnum mánuðum, sérstaklega á meginlandi Evrópu og í Japan. Hækkun olíu- verðs hefur haft töluverð áhrif á hagvöxt á þessum svæðum. Hag- vöxtur í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi þessa árs var einnig minni en búist hafði verið við. Þótt horfur séu ekki eins bjartar og áður, eru líkur á ágætis hagvexti í heiminum í heild á þessu ári. Verðbólga er almennt lítil og vextir lágir. Kína og Bandaríkin halda áfram að leiða hagvöxtinn og flest nýmarkaðslönd fylgja fast á hæla þeim. Spár um hagvöxt á evrusvæðinu árið 2005 hafa lækkað nokkuð undanfarna mánuði, einkum sökum minni hagvaxtar í Þýskalandi og á Ítalíu. Hægari vöxt má einkum rekja til hærra olíuverðs. Í lok síðasta árs benti framvirkt olíuverð til þess að verð myndi lækka á þessu ári, niður í u.þ.b. 40 dali fatið, en nú er gert ráð fyrir að meðalverð á þessu ári verði nálægt 50 dalir fatið. Hagvöxtur í Bandaríkjunum hjaðnaði fyrr en búist var við og því hafa spár fyrir árið í heild lækkað. Á fyrsta fjórðungi þessa árs hægði á vexti bæði einkaneyslu og fjárfestingar fyrirtækja, en viðskiptahallinn hélt áfram að aukast. Innflutningur óx um 14,7% á fyrsta ársfjórð- ungi, en útflutningur um 7% (sjá nánari umfjöllun um viðskiptahalla Bandaríkjanna í rammagrein 1). Rammagrein 1 Viðskiptahalli Bandaríkjanna Viðskiptahalli Bandaríkjanna eykst, einkum gagnvart Kína... Viðskiptahalli Bandaríkjanna hefur haldið áfram að aukast í ár. Eins og fjallað var um í Peningamálum 2005/1 eru ýmsar skýringar á vaxandi viðskiptahalla, meðal annars minnkandi sparnaður einka- geirans og aukinn halli á rekstri ríkissjóðs. Vöruskiptahalli Bandaríkj- anna, sem er meginhluti viðskiptahallans, hefur aukist við öll helstu viðskiptalöndin en mest við Kína. Frá miðjum tíunda áratugnum hefur hallinn á viðskiptum við Kína aukist úr nánast engu upp í tæplega 200 milljarða dala á ársgrundvelli á síðasta fjórðungi ársins 2004, eða sem nam tæplega 30% af heildarvöruskiptahalla Banda- ríkjanna. Hallinn jókst sérstaklega hratt eftir að Kína hlaut aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) árið 2002 og verulega dró úr viðskiptahindrununum. Innflutningur Bandaríkjanna á olíu og öðr- um hrávörum og iðnaðarvörum hefur einnig aukist verulega. ...en hefur verið auðveldlega fjármagnaður til þessa Ólíkt því sem gerðist undir aldamótin, þegar vaxandi viðskiptahalli var að töluverðu leyti fjármagnaður með beinni fjárfestingu og kaupum erlendra aðila á hlutabréfum í bandarískum fyrirtækjum, hefur viðskiptahalli Bandaríkjanna að undanförnu verið að miklu Hagvöxtur í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og á evrusvæði 1. ársfj. 1999 - 1. ársfj. 2005 Mynd II-1 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 1 2 3 4 5 6 -1 -2 -3 -4 Breyting frá sama tímabili á fyrra ári (%) Bandaríkin Evrusvæðið Japan Bretland Heimild: EcoWin. Hagvaxtarspár fyrir evrusvæðið, Þýskaland og Ítalíu1 Mynd II-2 J F M A M J J A S O N D J F M A M J J A S O N D 2004 2005 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 % Evrusvæðið 2005 Evrusvæðið 2006 Þýskaland 2005 Þýskaland 2006 Ítalía 2005 Ítalía 2006 1. Tímaás sýnir mánuðinn sem spáin er gerð í. Heimild: Consensus Forecasts.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.